Sláandi staðreyndir um rúsínur

mbl.is/Colourbox

Hvaðan kemur orðatiltækið „rúsínan í pylsuendanum“! Og eru takmörk fyrir því hversu margar rúsínur maður má borða? Hér koma spurningar og svör við öllum því sem þú vilt vita um rúsínur. 

Eru rúsínur hollar?
Rúsínur innihalda mikið af vítamínum og steinefnum, þar á meðal kalíum, járni, magnesíum, fosfór, sinki, A, B, C og E vítamínum. Rúsínur eru þar að leiðandi gott snarl ef maginn fer að kalla. 

Hvaðan kemur sætan úr rúsínunum?
Á meðan þrúgurnar þorna í sólinni eiga sér stað svokölluð „Maillard“ efnahvörf sem valda náttúrulegri karamellun. Í heitri sólinni karamellast sykurinn í rúsínunni hægt og rólega og gefur þetta sæta bragð. 

Hvað má borða mikið af rúsínum?
Mælst er með að börn yngri en þriggja ára borði ekki meira en 50 grömm af rúsínum á viku. Ástæða þess er að rúsínur geta verið með hátt innihald af okratoxíni A, sem kemur úr myglusveppum. Einnig skal hafa í huga að vínberjaekrur eru úðaðar með skordýraeitri og mælt er með að velja fremur lífrænar rúsínur sé þess kostur – sérstaklega fyrir börnin.

Hvaðan kemur orðatiltækið „rúsínan í pylsuendanum“?
Þetta margnota orðatiltæki, þýðir einfaldlega að eitthvað gott sé að finna aftast í röðinni. Sagt er að það komi frá óþekktum pylsuframleiðanda sem setti rúsínur í pylsuendann til að bragðbæta pylsurnar en við seljum það ekki dýrar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka