Sláandi staðreyndir um rúsínur

mbl.is/Colourbox

Hvaðan kem­ur orðatil­tækið „rús­ín­an í pylsu­end­an­um“! Og eru tak­mörk fyr­ir því hversu marg­ar rús­ín­ur maður má borða? Hér koma spurn­ing­ar og svör við öll­um því sem þú vilt vita um rús­ín­ur. 

Eru rús­ín­ur holl­ar?
Rús­ín­ur inni­halda mikið af víta­mín­um og steinefn­um, þar á meðal kalí­um, járni, magnesí­um, fos­fór, sinki, A, B, C og E víta­mín­um. Rús­ín­ur eru þar að leiðandi gott snarl ef mag­inn fer að kalla. 

Hvaðan kem­ur sæt­an úr rús­ín­un­um?
Á meðan þrúg­urn­ar þorna í sól­inni eiga sér stað svo­kölluð „Maill­ard“ efna­hvörf sem valda nátt­úru­legri kara­mell­un. Í heitri sól­inni kara­mell­ast syk­ur­inn í rús­ín­unni hægt og ró­lega og gef­ur þetta sæta bragð. 

Hvað má borða mikið af rús­ín­um?
Mælst er með að börn yngri en þriggja ára borði ekki meira en 50 grömm af rús­ín­um á viku. Ástæða þess er að rús­ín­ur geta verið með hátt inni­hald af okratoxíni A, sem kem­ur úr myglu­svepp­um. Einnig skal hafa í huga að vín­berja­ekr­ur eru úðaðar með skor­dýra­eitri og mælt er með að velja frem­ur líf­ræn­ar rús­ín­ur sé þess kost­ur – sér­stak­lega fyr­ir börn­in.

Hvaðan kem­ur orðatil­tækið „rús­ín­an í pylsu­end­an­um“?
Þetta marg­nota orðatil­tæki, þýðir ein­fald­lega að eitt­hvað gott sé að finna aft­ast í röðinni. Sagt er að það komi frá óþekkt­um pylsu­fram­leiðanda sem setti rús­ín­ur í pylsu­end­ann til að bragðbæta pyls­urn­ar en við selj­um það ekki dýr­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert