Stórkostleg kjúklingavefja á korteri

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Það er fátt betra en máltíð sem tek­ur stutt­an tíma að út­búa! Hér er á ferðinni ein slík sem all­ir í fjöl­skyld­unni elskuðu, þið getið síðan auðvitað sett það sem hug­ur­inn girn­ist á milli en þessi sam­setn­ing var und­ur­sam­leg! seg­ir Berg­lind Hreiðars á Gotteri.is um þessa upp­skrift sem við erum að elska. Fljót­leg, bragðgóð og afar ein­föld – al­veg eins og við vilj­um hafa það.

Stórkostleg kjúklingavefja á korteri

Vista Prenta

Kjúk­linga­vefja á kortéri

6 stykki (fyr­ir um 4 manns)

  • 6 stór­ar tortilla kök­ur
  • Um 1 ½ box Ali kjúk­lingastriml­ar með salti og pip­ar (fulleldað)
  • 6 tsk. sýrður rjómi
  • 6 msk. salsasósa
  • Romaine sal­at
  • 3 avóka­dó (stöppuð)
  • Rif­inn ost­ur
  • Nachos flög­ur
  • Matarol­ía til steik­ing­ar

Aðferð:

  1. Skerið inn í vefj­una miðja og ímyndið ykk­ur að henni sé skipt í fjórðunga.
  2. Smyrjið sýrðum rjóma á einn fjórðung og toppið með vel af kjúk­ling.
  3. Smyrjið salsasósu á næsta og toppið með niður­skornu sal­ati.
  4. Smyrjið stöppuðu avóka­dó á næsta hluta og setjið loks rif­inn ost og nachos flög­ur á þann síðasta.
  5. Hitið olíu á pönnu og steikið vefj­una við meðal­há­an hita í nokkr­ar mín­út­ur á hvorri hlið eða þar til hún brún­ast og hitn­ar í gegn.
  6. Berið fram með salsasósu, sýrðum rjóma og nachos flög­um.
Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka