Gott tannkrem getur komið að góðum notum – það hefur sýnt sig og sannað. Hér kemur það til sögu á ólíklegum stað.
Tannkrem geta reynst okkur vel þá ekki bara til að bursta í okkur tennurnar, því það hefur komið sér vel í þrifum sem og í þessu húsráði hér. Mörg okkar hafa lent í því að reyna hengja upp mynd eða spegil og myndin á það til að fara skakkt upp á vegginn því við náum ekki að mæla rétt fyrir henni. Þá er gott ráð að setja tannkrem aftan á hankann þar sem skrúfan á að fara í gegn og leggja því næst myndina upp að veggnum – á réttum stað. Þannig situr tannkremið eftir á veggnum og þú ert kominn með nákvæman blett til að festa skrúfuna.