Litlar vatnsdeigsbollur með Pippfyllingu

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

„Það var að koma nýr Royal búðing­ur á markað með Pipp­bragði! Ef hann er ekki full­kom­inn inn í vatns­deigs­boll­ur þá veit ég ekki hvað. Þess­ar fóru bein­ustu leið í kaffi­boð hjá frænku minni og þar voru all­ir sam­mála um að þær væru al­gjör­lega dá­sam­leg­ar! Þær fá því 10 í ein­kunn og verða án efa end­ur­tekn­ar fyr­ir Bollu­dag­inn,“ seg­ir Berg­lind Hreiðars á Gotteri.is um þess­ar dá­sam­legu boll­ur sem hitta þráðbeint í mark.

Litl­ar vatns­deigs­boll­ur með Pipp­fyll­ingu

Vista Prenta

Mini vatns­deigs­boll­ur með Pipp­fyll­ingu

Um 30 stk

Vatns­deigs­boll­ur upp­skrift

  • 150 g hveiti
  • 1 tsk. lyfti­duft
  • ¼ tsk. salt
  • 140 g smjör
  • 270 ml vatn
  • 3 egg (130 g)

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 180°C.
  2. Hrærið sam­an hveiti, lyfti­dufti og salti sam­an í skál og geymið.
  3. Hitið sam­an vatn og smjör í potti þar til smjörið er bráðið og bland­an vel heit. Leyfið að bubbla aðeins og takið síðan af hell­unni.
  4. Hellið hveiti­blönd­unni sam­an við smjör­blönd­una og hrærið/​vefjið sam­an við með sleikju þar til all­ir kekk­ir eru horfn­ir og bland­an losn­ar auðveld­lega frá könt­um potts­ins.
  5. Flytjið blönd­una yfir í hræri­vél­ar­skál­ina og hrærið á lægsta hraða með K-inu og leyfið hit­an­um þannig að rjúka aðeins úr blönd­unni á meðan þið pískið egg­in.
  6. Setjið eggja­blönd­una næst sam­an við í litl­um skömmt­um og skafið niður á milli. At­hugið að nota aðeins 130 g af eggj­un­um. Egg eru mis­stór og því gott að vigta þetta til þess að deigið verði ekki of þunnt.
  7. Setjið bök­un­ar­papp­ír á ofn­plötu og hver bolla má vera um ein te­skeið.
  8. Bakið í 25-27 mín­út­ur, boll­urn­ar eiga að vera orðnar vel gyllt­ar og botn­inn líka, ekki opna þó ofn­inn fyrr en eft­ir 25 mín­út­ur til að kíkja und­ir eina. Helstu mis­tök sem fólk ger­ir er að baka boll­urn­ar ekki nógu lengi og þá falla þær.

Pipp­fyll­ing

  • 1 pk. Royal búðing­ur með Pipp bragði
  • 250 ml nýmjólk
  • 300 ml léttþeytt­ur rjómi
  • 80 g Pralín súkkulaði með pip­ar­myntu­fyll­ingu frá Nóa Siríus

Aðferð:

  1. Pískið búðings­duftið sam­an við mjólk­ina, setjið í kæli í um 10 mín­út­ur og pískið reglu­lega í blönd­unni á meðan.
  2. Vefjið léttþeytta rjóm­an­um næst sam­an við búðing­inn með sleikju.
  3. Saxið Pralín súkkulaðið smátt niður og vefjið var­lega með sleikju sam­an við rjóma­blönd­una.
  4. Skiptið niður á boll­urn­ar og toppið með súkkulaðiglassúr (sjá upp­skrift að neðan).

Súkkulaðiglassúr

  • 100 g brætt smjör
  • 200 g flór­syk­ur
  • 3 msk. bök­un­ar­kakó
  • 3 tsk. vanillu­drop­ar
  • 3 msk. vatn

Aðferð:

  1. Pískið allt sam­an í skál og smyrjið yfir boll­urn­ar.
Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert