Það sem þú þarft að vita um bökunarpappír

Bökunarpappír kemur víða að góðum notum.
Bökunarpappír kemur víða að góðum notum. mbl.is/metsagroup.com

Mörg okk­ar kom­umst vart í gegn­um bakst­ur nema með bök­un­ar­papp­ír við hönd – en þessi stór­sniðugi papp­ír býr yfir ýms­um eig­in­leik­um. 

Við not­um bök­un­ar­papp­ír á ofnskúff­urn­ar okk­ar til að forðast sull og óhrein­indi við mat­ar­gerð - eins kem­ur papp­ír­inn að góðum not­um við bakst­ur til að fá full­komna kanta á kök­ur og þannig mætti lengi telja. 

Allt sem þú þarft að vita um bök­un­ar­papp­ír

  • Bök­un­ar­papp­ír er fram­leidd­ur til að þola mik­inn hita í ofni, en það eru nokk­ur atriði sem við þurf­um að vera meðvituð um.
  • Papp­ír­inn er gerður til að þola allt að 220° hita, sem dug­ar yf­ir­leitt í venju­legri mat­ar­gerð - enda sjald­an sem við út­bú­um mat við hærra hita­stig en það. Ef þú hit­ar papp­ír­inn við hærra hita­stig, er hætta á að hann skili frá sér efn­um sem við vilj­um ekki að smit­ist í mat­inn okk­ar. Ef upp­skrift­ir krefjast hærra hita­stigs, er gott að sleppa bök­un­ar­papp­írn­um.
  • Það ber að forðast að hafa bök­un­ar­papp­ír of ná­lægt hliðum ofns­ins, þar sem hann get­ur brunnið. Eins ber að forðast að nota papp­ír­inn á grillstill­ingu ofns­ins.
  • Bök­un­ar­papp­ír er fá­an­leg­ur á rúllu sem og í örk­um. En einnig eru til marg­nota ark­ir úr síli­koni eða með teflon yf­ir­borði sem eru klár­lega betri fyr­ir um­hverfið.
  • Við bakst­ur er gott að smyrja bök­un­ar­formið áður en papp­ír­inn er sett­ur þar í, þannig færðu fal­legri kanta á kök­ur og brauð.
  • Eins er gott að nota um­fram papp­ír í bök­un­ar­form til að auðvelda gripið er við tök­um kök­una eða brauðið upp úr form­inu. 
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert