Trixin til að eggin verði fullkomin

Nýsoðin egg eru frábær morgunmatur.
Nýsoðin egg eru frábær morgunmatur. mbl.is/bowlofdelicious.com

Fullt hús matar - eru svo sannarlega orð að sönnu. En hvernig verða eggin fullkomlega soðin?

Notaðu lokið
Ef þú eldar sex egg eða færri, þá þarftu ekki meira en 1/2 dl af vanti í pottinn. Hinsvegar er mikilvægt að sjóða eggin með lokið þétt á svo gufan úr vatninu fari ekki út - þannig tryggir þú að eggjahvítan verði fullkomlega þétt í sér. 

Hversu lengi á egg að sjóða?

  • Harðsoðið egg: 9 mínútur við lágan hita. 
  • Mjúkt egg: 7 mínútur við lágan hita. 
  • Linsoðið egg: 5 mínútur við lágan hita. 
  • Ef eggin eru lítil máttu draga frá 1 mínútu við hvern suðutíma. Og sama gildir ef eggin séu stór, þá máttu bæta við 1 mínútu á suðutímann.
  • Gott ráð er að taka egg úr ísskápnum tíu mínútum áður en þú ætlar þér að elda það. Þar með fá eggin ekki 'hitasjokk' og hættan á því að skelin brotni við eldun er því minni. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert