Nýjasta Airfryer trixið

Loftsteikingartæki eru vinsæl út um allan heim.
Loftsteikingartæki eru vinsæl út um allan heim.

Air­fryer eða loftsteik­inga­tæki, hef­ur stimplað sig fast inn í eld­hús lands­manna og það ekki að ástæðulausu. Tækið virðist geta af­greitt svo til allt sem okk­ur dreym­ir um, á auðveld­an og þægi­leg­an máta - til dæm­is að út­búa hin full­komnu egg.

Það eru kannski ekki all­ir komn­ir með meist­ara­gráðu um hvað sé hægt að gera með græj­unni, en nýj­asta op­in­ber­un­in er að hægt er að út­búa egg með lít­illi fyr­ir­höfn. Það get­ur tekið mörg ár fyr­ir marga að ná tök­um á að sjóða hið ‘full­komna egg’ - en lífs­stíls­sér­fræðing­ar hjá Cath Kidston segja að græj­an geti minnkað allt stress hvað þetta varðar.

Svona mat­reiðir þú egg í Air­fryer

  • Stilltu græj­una á 150 gráður og ekki setja vatn í körf­una.
  • Fyr­ir lin­soðin egg - átta mín­út­ur.
  • Fyr­ir mjúkt egg - tíu mín­út­ur.
  • Fyr­ir harðsoðið egg - tólf mín­út­ur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert