Takó-trixið sem Berglind elskar

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

„Ég elska Taquitos og hef nokkr­um sinn­um gert slík­ar rúll­ur. Það er hins veg­ar snilld að setja blönd­una inn í svona vefju­vasa því þá er ekk­ert að leka út um ann­an end­ann og auðveld­ara að borða með því að halda á vas­an­um,“ seg­ir Berg­lind Hreiðars á Gotteri.is um þessa upp­skrift sem við erum að elska. Vefju­vas­arn­ir hafa slegið í gegn hér á landi og þá ekki síst meðal for­eld­ara en máltíðin verður helm­ingi auðveld­ari og ein­fald­ari þegar hægt er að setja allt takó-ið í einn vasa í stað þess að allt fari út um allt.

„Það er hægt að kaupa til­bú­inn eldaðan kjúk­ling til að ein­falda sér verkið og það er fljót­legt og gott að út­búa þessa dá­semd“.

Takó-trixið sem Berglind elskar

Vista Prenta

Krakka­væn­ir kjúk­linga­vas­ar

Fyr­ir um 4 manns

Kjúk­linga­vas­ar

  • 8 x Old El Paso Pocket vasa­vefj­ur
  • 400 g rif­inn,eldaður kjúk­ling­ur
  • 120 g rif­inn ost­ur
  • 130 g rjóma­ost­ur við stofu­hita
  • ½ lime (saf­inn)
  • 100 g Old El Paso salsasósa
  • 2 msk. Old El Paso Tacokrydd
  • 2 rif­in hvít­lauksrif
  • 1 tsk. salt
  • 3 msk. saxaður kórí­and­er
  • Matarol­ía til pensl­un­ar
  • Gróft salt

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 180°C.
  2. Takið til vasa­vefj­ur, kjúk­ling og ost, leggið til hliðar.
  3. Blandið öll­um öðrum hrá­efn­um sam­an í skál fyr­ir utan matarol­íu og gróft salt.
  4. Þegar búið er að píska það sam­an má bæta rifn­um osti og kjúk­ling sam­an við og skipta á milli vefju­vas­anna.
  5. Raðið þeim næst á bök­un­ar­plötu, penslið með matarol­íu og stráið smá grófu salti yfir.
  6. Setjið inn í ofn með álp­app­ír yfir (svo vefj­urn­ar brenni ekki) í um 10 mín­út­ur, takið þá álp­app­ír­inn af og bakið áfram í um 5 mín­út­ur eða þar til vefju­vas­arn­ir gyll­ast vel.
  7. Berið fram með salsaí­dýfu (sjá upp­skrift hér að neðan), Old El Paso guaca­mole og nachos flög­um.

Salsaí­dýfa

  • 70 g sýrður rjómi
  • 70 g Hell­mann‘s maj­ónes
  • 130 g Old El Paso salsasósa

Aðferð:

  1. Pískið allt sam­an í skál og geymið í kæli fram að notk­un.
  2. Fal­legt er að strá söxuðu kórí­and­er yfir í lok­in en ekki nauðsyn­legt.
Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka