Brönsinn sem þú verður að prófa um helgina

Ljósmynd/María Gomez

Hér gef­ur að líta dýr­indi upp­skrift úr smiðju Maríu Gomez á Paz.is. Hún smakkaði sam­bæri­leg­an rétt síðasta sum­ar í Toronto í Kan­ada og leik­ur hann hér eft­ir fyr­ir les­end­ur.

Rétt­ur­inn sam­an­stend­ur af tveim­ur spæl­eggj­um ofan á focaccia­brauði með fersku sal­ati en María mæl­ir heils­hug­ar með að þið prófið þenn­an skemmti­lega rétt. Hann heit­ir Far­mer's Break­fast og nýt­ur mik­illa vin­sælda á veit­ingastaðnum þar sem María gæddi sér á hon­um með bestu lyst.

Brönsinn sem þú verður að prófa um helgina

Vista Prenta

Bænda­dög­urður, spæl­egg á focaccia­brauði með sal­ati og kryd­d­jurt­um

Focaccia-brauð

  • 200 ml volgt vatn
  • 1 msk. hun­ang
  • 1 msk. þurr­ger
  • 1/​2 tsk. fínt salt
  • 350 g hveiti
  • 2 msk. ólífu­olía

Kryddol­ía á brauðið

  • 1/​2 dl ólífu­olía
  • 1 msk. Org­anic Liquid-hvít­lauk­ur
  • klípa af grófu salti
  • þurrrkuð stein­selja

Sal­at

  • Sal­at­blanda (eða annað kál)
  • 7-8 stk. kirsu­berjatóm­at­ar eða pik­kol­ó­tóm­at­ar
  • 10 stk. vín­ber
  • 10 svart­ar ólíf­ur
  • smátt skor­inn rauðlauk­ur
  • feta­ost­skubb­ur eða feta­ost­ur í olíu
  • 1/​2 avóka­dó
  • 3 msk. ólífu­olía
  • 1 msk. Org­anic Liquid-basil
  • salt

Annað

  • 4 stk. egg
  • val­frjálst að hafa Org­anic Liquid-chili
  • salt
  • pip­ar

Focaccia­brauð

  1. Setjið vatn, hun­ang og ger sam­an í litla skál og látið standa í fimm mín­út­ur eða þar til kem­ur eins og þykk leðja ofan á.
  2. Setjið svo hveiti og salt sam­an í hræri­vél­ar­skál og hrærið sam­an salt og hveiti.
  3. Kveikið svo á hræri­vél­inni með krók­inn á og stillið á lít­inn hraða og hellið ger­blönd­unni hægt og ró­lega sam­an við.
  4. Hnoðið þar til deigið fer að bind­ast sam­an og hellið þá ol­í­unni út á og hnoðið í eins og fimm mín­út­ur eða þar til orðið að fal­legri kúlu.
  5. Látið hef­ast í 1 klst. og hrærið í kryddol­í­una á meðan með því að setja sam­an í litla skál ólífu­olíu, Org­anic Liquid-hvít­lauk, salt og þurrkaða stein­selju og leggið svo til hliðar.

Sal­at

  1. Takið allt sem á að fara í sal­atið og skerið það mjög smátt, blandið sam­an í skál.
  2. Myljið feta­ostakubb­inn út á og hrærið svo sam­an dress­ing­una eða 3 msk. ólífu­olíu, 1 msk. Org­anic Liquid-basil og klípu af salti og geymið til hliðar.

Bakst­ur og sam­setn­ing

  1. Þegar brauðið hef­ur hef­ast takið það þá úr skál­inni og skiptið í tvennt.
  2. Gerið kúlu úr hvor­um helm­ingi og byrjið að fletja kúl­una út með því að ýta á hana með flöt­um lóf­an­um og teygja til hliðar og langs­um (ekki nota köku­kefli held­ur teygið það). Ýtið á miðjuna með fingr­un­um þar til það er orðið eins og löng pítsa og leyfið því svo að hef­ast aft­ur und­ir stykki í 10-15 mín­út­ur.
  3. Penslið þá deigið vel með hvít­lauk­sol­í­unni og saltið smá með grófu salti.
  4. Bakið við 220°C blást­ur í 15 mín.
  5. Þegar brauðið er al­veg að verða til er gott að spæla egg­in upp úr olíu og salta og pipra.
  6. Þegar brauðið kem­ur heitt úr ofn­in­um, setjið þá tvö spæl­egg hvort á sitt brauðið og svo sal­at með til hliðanna.
  7. Dreifið basi­lol­íu yfir sal­atið og ef ykk­ur finnst chili gott þá fannst mér geggjað að setja nokkra dropa af Org­anic Liquid-chili yfir egg­in.
  8. Berið heitt fram og njótið.
Ljós­mynd/​María Gomez
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert