Svona getið þið sparað háar fjárhæðir

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Bragðaref­ur er í upp­á­haldi hjá mörg­um en hann er langt frá því að vera ódýr. Hvað þá ef öll fjöl­skyld­an ætl­ar að fá sér einn – þá hleyp­ur kostnaður­inn á þúsund­um. Hér er hins veg­ar upp­skrift sem vert er að lesa ef þið eruð sólg­in í ís.

„Ég og við reynd­ar öll hér í fjöl­skyld­unni elsk­um bragðaref! Það er fátt betra á kó­sý­kvöld­um en það að út­búa sj­eik, sækja sér bragðaref eða eitt­hvað í þeim dúr. Að út­búa bragðaref heima er síðan al­gjör snilld, ég tala nú síðan ekki um hvað það er marg­falt ódýr­ara en að kíkja í ísbúðina!“ seg­ir Berg­lind Hreiðars á Gotteri.is um þenn­an snilld­ar bragðaref sem hún seg­ir að sé svaka­lega góður. 

„Ég á alltaf smá erfitt með of stóra frosna jarðarberja­bita svo mér finnst best að stappa jarðarber­in. Síðan vill ég alltaf saxa nammið frek­ar smátt og þessu öllu er auðvitað miklu betra að stýra heim­an frá sér.“

Svona getið þið sparað háar fjárhæðir

Vista Prenta

Pand­ar­ef­ur upp­skrift

2-3 glös eft­ir stærð

  • 1 ½ l vanilluís
  • 150 g jarðarber
  • 70 g Panda­kúl­ur með jarðarberja­bragði
  • 70 g Panda­kúl­ur  með salt­kara­mellu­bragði
  • 40 g kara­melluk­url frá Nóa Siríus
  • 4 msk. þykk kara­mellusósa

Aðferð:

  1. Skerið eða stappið niður jarðarber­in og saxið Panda­kúl­urn­ar smátt niður.
  2. Setjið ís­inn í hræri­vél­ina og hrærið á lág­um hraða með K-inu.
  3. Bætið jarðarberj­um, söxuðum Panda­kúl­um og kara­melluk­urli sam­an við.
  4. Slökkvið þá á hræri­vél­inni, bætið kara­mellusós­unni létt sam­an við með sleikju (ég keypti til­búna heita kara­mellusósu en hitaði hana ekki, sprautaði bara beint úr flösk­unni).
  5. Skiptið niður í glös, toppið með smá Panda­kúl­um, kara­mellusósu, kara­melluk­urli og njótið.
  6. Það má einnig setja blönd­una í skál og geyma í frysti í 1-2 klukku­stund­ir áður en þið njótið. Ef þið gerið það er sniðugt að hræra nokkr­um sinn­um í blönd­unni á meðan til að hún hald­ist „mjúk“ en samt fros­in.
Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert