Nýtt frá Royal Copenhagen - var fimm ár í vinnslu

mbl.is/Royal Copenhagen

Eitt af­ger­andi smá­atriði í nýrri vöru­línu frá Royal Copen­hagen, hef­ur verið heil fimm ár í vinnslu. En það eru marg­ir sem hafa beðið í mik­illi eft­ir­vænt­ingu eft­ir nýj­ung­um sem þess­um.

Það verður að segj­ast að við erum í klappliðinu hjá kon­ung­lega póstu­líns­fram­leiðand­an­um, og eig­um erfitt með að gera upp á milli munstr­anna sem prýða mat­ar­stell­in frá þeim. Blá, svört eða ein­fald­lega hvítt og ein­falt - allt eru þetta fal­leg­ir kost­ir í okk­ar huga.

Nú send­ir fyr­ir­tækið frá sér nýja línu sem hef­ur verið fimm ár á leiðinni - og er hannað út frá tveim­ur mat­ar­stell­um frá ár­un­um 1888 og 1978. Hér sjá­um við svart munst­ur og litl­ar blúnd­ur sem eru áber­andi á stell­inu, þó án þess að draga of mikla at­hygli að sér.

Það eru fáir sem átta sig á gæðum og vinnu sem ligg­ur að baki við hverja og eina vöru frá Royal Copen­hagen, en hver og einn hlut­ur er oft­ar en ekki brennd­ur sjö sinn­um. Allt munst­ur er þar að leiðandi hand­málað og þá er svarti lit­ur­inn sagður erfiðari viður­eign­ar en sá blái, er kem­ur að því að brenna. Í nýju vöru­lín­unni varð það marga ára áskor­un, um hvernig best væri að ná þess­um til­tekna svarta lit fram - þar sem þeim hef­ur sann­ar­lega tek­ist vel til.

mbl.is/​Royal Copen­hagen
mbl.is/​Royal Copen­hagen
Nýja vörulínan frá Royal Copenhagen hefur verið fimm ár í …
Nýja vöru­lín­an frá Royal Copen­hagen hef­ur verið fimm ár í vinnslu. mbl.is/​Royal Copen­hagen
mbl.is/​Royal Copen­hagen
mbl.is/​Royal Copen­hagen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert