Svona notar þú sturtuhettu og tannþráð í eldhúsinu

Mbl.is/Pinterest

Það eru ólíklegustu hlutir sem við eigum til heima og getum notað í eldhúsinu, t.d. tannþráður og eyrnapinnar svo eitthvað sé nefnt. 

Tannþráður
Þessi örþunni þráður er sá allra besti ef þú ætlar þér að skera þráðbeint í gegnum mjúkan ost eða köku. Hann getur einnig komið að góðum notum til að hengja upp kryddjurtir til þerris. Munið bara að nota tannþráð með engu bragði.

Munntöflur
Munntöflur sem notaðar eru til að hreinsa gervitennur, geta komið að góðum notum í eldúsinu - þá til að þrífa óhreinindi sem erfitt er að ná til og oftast eru í mjóum flöskum og glösum.

Eyrnapinnar
Eyrnapinnar ná lengra en tuskan og þurrka til að mynda vöfflujárnið og önnur heimilistæki betur en nokkuð annað.

Sturtuhetta
Næst þegar þú ferð á hótel sem býður upp á sturtuhettu, skaltu taka hana með þér heim. Sturtuhettan er fullkomin yfir nýbakaða köku eða ávaxtabakka sem þú ætlar að flytja með þér á milli húsa - eða til að verja fyrir flugum yfir sumartímann.

Vodka
Þessi áfengi drykkur er ekki bara til skemmtunar, því alkahólið er fullkomið í þrif. Blandaðu einum hluta af vodka saman við þrjá hluta af vatni og þú ert kominn með frábæra þrifblöndu.

Músarmotta
Músarmottur koma sér vel til að grípa utan um lok á krukkum sem erfitt er að opna.

Rafmagns tannbursti
Tannburstinn er geggjað ‘vopn’ þegar kemur að því að þrífa í kringum blöndunartæki, ofnhnappana og víðar.

Gufutæki
Ef þú býrð svo vel að eiga gufugæja fyrir fötin þín, þá kemur hann sér vel í eldhúsinu. Notaðu gufuna á flísar, innréttinguna, handföng og fleira til að losa um föst óhreinindi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert