Kokteillinn sem er vinsælastur í Bláa lóninu

Lit­rík­ur kokteill á fjar­lægðri strönd er sýn sem marga dreym­ir um að lifa - en við kom­umst ná­lægt því í skot-túr rétt fyr­ir utan bæj­ar­mörk­in ef svo mætti segja.

Barþjón­arn­ir á Lava Restaurant í Bláa Lón­inu, þykja ansi fær­ir í að hrissta fram kokteila sem láta hug­ann sveima á ókunn­ar slóðir. Vin­sæl­ustu kokteil­arn­ir þeirra eru Blue Lagoon og Lava Mule - sem eru frísk­andi, ljúf­feng­ir og hitta alltaf í mark. Og hér er upp­skrift að Blue Lagoon sem við get­um full­yrt að standi und­ir nafni.

Kokteillinn sem er vinsælastur í Bláa lóninu

Vista Prenta

Blue Lagoon

  • 30 ml Mar­berg Gin
  • 15 ml Passoa lí­kjör
  • 15 ml Blue Curacao
  • 15 ml sítr­ónusafi
  • 20 ml app­el­sínusafi
  • 2 eggja­hvít­ur

Aðferð:

  1. Setjið öll inni­halds­efn­in í kokteil­hrist­ara (ekki með ís) og hristið vel.
  2. Bætið 5-7 ís­mol­um út í og hristið aft­ur vel.
  3. Hellið gegn­um sigti í mart­ini glas.
Kokteilarnir á Lava Restaurant þykja afbragðsgóðir.
Kokteil­arn­ir á Lava Restaurant þykja af­bragðsgóðir. mbl.is/​Bláa Lónið
Drykkurinn Blue Lagoon - stendur fyrir sínu.
Drykk­ur­inn Blue Lagoon - stend­ur fyr­ir sínu. mbl.is/​Bláa Lónið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert