Sturtugræjan sem hittir í mark

Er gott skipulag inn á þínu baðherbergi?
Er gott skipulag inn á þínu baðherbergi? Mbl.is/Pinterest_wallpaper.com

Hversu marg­ir kann­ast við að fá góðar hug­mynd­ir þegar við slök­um á í sturtu eða leggj­umst  á kodd­ann? Það eru eflust marg­ir sem rétta upp hönd núna og þar á meðal við.

Við rák­umst á þessa skemmti­legu minn­is­blokk sem er hönnuð þannig að hún þolir rakt um­hverfi. Blokk­ina má hengja upp á flís­arn­ar og inni­held­ur hver og ein 40 blaðsíður sem tek­ur á móti öll­um stór­kost­legu hug­mynd­un­um þínum og vanga­velt­um sem fæðast í sturt­unni. Það er því eng­in hætta á að góðu hug­mynd­irn­ar, at­b­urðir eða æv­in­týri dags­ins gleym­ist, þegar þú get­ur hniprað þær strax niður. Nú eins get­ur þú boðið ein­hverj­um með í sturtu og tekið létt­an myllu-leik eða annað á meðan vatnið skol­ar af manni svit­ann. Fyr­ir áhuga­sama, þá má finna blokk­ina HÉR.

Hversu mikil snilld er þessi vatnshelda blokk.
Hversu mik­il snilld er þessi vatns­helda blokk. mbl.is/​Amazon
mbl.is/​Amazon
mbl.is/​Amazon
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert