Hversu margir kannast við að fá góðar hugmyndir þegar við slökum á í sturtu eða leggjumst á koddann? Það eru eflust margir sem rétta upp hönd núna og þar á meðal við.
Við rákumst á þessa skemmtilegu minnisblokk sem er hönnuð þannig að hún þolir rakt umhverfi. Blokkina má hengja upp á flísarnar og inniheldur hver og ein 40 blaðsíður sem tekur á móti öllum stórkostlegu hugmyndunum þínum og vangaveltum sem fæðast í sturtunni. Það er því engin hætta á að góðu hugmyndirnar, atburðir eða ævintýri dagsins gleymist, þegar þú getur hniprað þær strax niður. Nú eins getur þú boðið einhverjum með í sturtu og tekið léttan myllu-leik eða annað á meðan vatnið skolar af manni svitann. Fyrir áhugasama, þá má finna blokkina HÉR.