Eitt vinsælasta morgunkorn landsins kynnir nýja bragðtegund

Það telst til stórtíðinda á mat­ar­vefn­um þegar nýj­ar bragðteg­und­ir eru boðaðar og þá sér­stak­lega þegar um er að ræða vin­sæla vöru á ís­lensk­um neyt­enda­markaði.

Við erum að tala um Special K morgun­kornið sem nú er fá­an­legt með belg­ísku súkkulaðibragði. Við leiðum lík­ur að því að það smakk­ist frek­ar vel en eft­ir því sem við kom­umst næst er um tíma­bundna vöru að ræða og því ljóst að þeir sem hyggj­ast smakka á súkkulaði K-inu (eins og við köll­um það) verða að hafa hraðar hend­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert