Trítlapakkar til styrktar Einstökum börnum

Ávax­takarf­an leik­ur aðal­hlut­verkið í sér­út­gáfu hinna fjör­ugu og sí­vin­sælu Trítla frá Nóa Síríus sem nú er fá­an­leg í versl­un­um. Um er að ræða sér­staka styrktarpakka en 20% sölu­and­virðis þeirra renn­ur til Ein­stakra barna.

Hug­mynd­in fædd­ist hjá Kikku Sig­urðardótt­ur, höf­undi Ávaxta­körf­unn­ar í til­efni af ald­ar­fjórðungs af­mæli þess vin­sæla söng­leiks. „Mig langaði að gera eitt­hvað sér­stakt í til­efni 25 ára af­mæl­is Ávaxta­körf­unn­ar og óskaði því eft­ir sam­starfi við Ein­stök börn og Nóa Síríus, sem reynd­ist auðsótt,“ seg­ir Kikka en það var burið henn­ar, Dag­mar Lukka Lofts, sem teiknaði mynd­irn­ar. „Hán gerði alla karakt­er­ana krakka­lega til heiðurs Ein­stök­um börn­um og mynd­irn­ar sýna vel þessa mik­il­vægu vináttu ávaxt­anna í Ávaxta­körf­unni,“ bæt­ir Kikka við.

„Við höf­um í gegn­um árin sem bet­ur fer fengið tæki­færi til að leggja ýms­um góðum mál­efn­um lið og þetta er svo sann­ar­lega eitt þeirra,“ seg­ir Alda Björk Lar­sen, markaðsstjóri Nóa Síríus, og bæt­ir við: „Okk­ur finnst þessi sér­út­gáfa Trítlapakk­ans ein­stak­lega vel heppnuð og erum sann­færð um að lands­menn muni taka þessu átaki vel og styðja þannig við bakið á því mik­il­væga starfi sem Ein­stök börn vinna.“

Ein­stök börn er stuðnings­fé­lag barna og ung­menna með sjald­gæfa sjúk­dóma eða sjald­gæf heil­kenni. Fé­lagið var stofnað 13. mars 1997 af for­eldr­um nokk­urra barna en síðan þá hef­ur fé­lagið stækkað ört og tel­ur nú hátt í fimm hundruð fjöl­skyld­ur að því að fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert