Mottan sem auðveldar lífið í þvottahúsinu

mbl.is/Amazon

Þegar við héldum að lífið gæti ekki orðið þægilegra, þá rekumst við á þessa snjöllu mottu sem breytir öllu.

Hér sjáum við strauborð á alveg nýjan máta, eða segulmagnaða straumottu. Mottan er gerð úr gæðalegu pólíester efni sem þolir allt að 250 gráða hita. Í hornum mottunnar má finna þungan segul sem festir sig við hvaða málm sem er og heldur því mottunni stöðugri á meðan hún er í notkun. Hún smellpassar því ofan á þvottavélina eða þurrkarann.

Það fer eins lítið fyrir mottunni sem má auðveldlega brjóta saman eða láta hanga á milli notkunnar. Fyrir áhugasama, þá kostar mottan rétt um þrjú þúsund krónur og má skoða nánar HÉR.

Það eru ýmis húsráð sem finnast varðandi þrif og þvott.
Það eru ýmis húsráð sem finnast varðandi þrif og þvott. mbl.is/Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka