Pítsa með dásamlegum burrata osti

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

„Burrata ost­ur er einn af þess­um sem læt­ur mann kikna í hnján­um. Það er svo gott að nota hann í ýmsa mat­ar­gerð og á pizz­ur er hann guðdóm­leg­ur,“ seg­ir meist­ari Berg­lind Hreiðars á Gotteri.is um þessa snilld­arpítsu en við tök­um heils­hug­ar und­ir orð henn­ar um burrata ost­inn!

„Ég smakkaði fyrst Burrata ost í Friðheim­um fyr­ir nokkr­um árum og eft­ir það var ekki aft­ur snúið. Það hef­ur hins veg­ar reynst þraut­inni þyngra að nálg­ast þessa dá­semd en nú hef­ur Mjólk­ur­sam­sal­an hafið sölu á þess­um osti í lausa­sölu og ég mæli með að þið laumið ykk­ur alltaf í eina, ef ekki fleiri dós­ir þegar hann er til í versl­un­um!

Pizza með ís­lensk­um burrata

  • pizza­deig að eig­in vali
  • pizzasósa að eig­in vali
  • or­eg­anó krydd
  • rif­inn pizza­ost­ur frá Gott í mat­inn
  • grænt basil pestó, nokkr­ar te­skeiðar
  • rautt chili pestó, nokkr­ar te­skeiðar
  • kletta­sal­at, ein lúka
  • 100 g piccolo- eða kirsu­berjatóm­at­ar
  • 1 kúla ís­lensk­ur burrata ost­ur
  • bal­sa­mik gljái
  • fersk basilíka, söxuð

Aðferð:

  1. Setjið smá grænt og rautt pestó hér og þar um pizzuna, næst kletta­sal­at á hana miðja og dreifið úr tómöt­un­um.
  2. Komið þá Burrata kúl­unni fyr­ir á miðjunni og setjið ólífu­olíu og bal­sa­mik­gljáa yfir allt og loks smá basiliku.
  3. Berið pizzuna fram, skerið í kúl­una og dreifið rjóma­fyll­ing­unni yfir hverja sneið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka