Eldhúsgræjurnar sem Guðrún í Kokku mælir með

Guðrún Jóhannesdóttir í Kokku.
Guðrún Jóhannesdóttir í Kokku. Eggert Jóhannesson

Það kom­ast fáir með hæl­ana hvað varðar fróðleik og fág­un er kem­ur að eld­hús­græj­um - eins og hún Guðrún Jó­hann­es­dótt­ir, kennd við sæl­kera­versl­un­ina Kokku. Við feng­um Guðrúnu til að segja okk­ur frá fimm helstu og ómiss­andi hlut­un­um í eld­húsið að henn­ar mati.

„Það er svo ótalmargt sem mér þykir nauðsyn­legt að eiga í eld­hús­inu enda er mat­ur, mat­ar­gerð og allt sem því teng­ist ekki bara vinn­an held­ur aðal áhuga­mál okk­ar hjóna. Það eru þó nokk­ur verk­færi sem ég gæti ekki verið án og ég setti sam­an lista yfir top 5 og svo eina græju sem er kannski ekki nauðsyn­leg, en ég held mikið upp á”, seg­ir Guðrún í sam­tali.

 

Hníf­ur kem­ur manni á leiðar­enda
Góður hníf­ur er mik­il­væg­asta verk­færið í eld­hús­inu. Það er ekk­ert verra en lé­leg­ur hníf­ur. Að nota lé­leg­an hníf er eins og að fara í fjall­göngu í þunn­botna striga­skóm. Þú kemst kannski á leiðar­enda en það er hvorki þægi­legt né gam­an. Minn upp­á­halds er litli kokka­hníf­ur­inn frá Güde, þó er sá 21 cm notaður meira í eld­hús­inu heima hjá mér því ég kemst ekk­ert að pott­un­um fyr­ir mann­in­um mín­um. Sjá HÉR.

Brýn­ir er aðal­atriðið
Svo til að halda hnífn­um beitt­um, sem er aðal­atriðið, er nauðsyn­legt að eiga brýni. Við selj­um alls kon­ar brýni í Kokku, bæði steina og raf­brýni en það sem er vin­sæl­ast er litla Any Sharp brýnið. Það er svo auðvelt í notk­un og virk­ar ótrú­lega ve. Sjá HÉR.

Rif­járn er ómiss­andi
Rif­járn­in frá Micropla­ne eru ómiss­andi í eld­húsið. Það kann­ast all­ir við að rífa niður á gam­aldags stönsuðu rif­járni sem bít­ur ekk­ert. Micropla­ne járn­in eru leiserskor­in og bíta því tals­vert bet­ur. Þau fara létt með að rífa engi­fer og músk­at­hnet­ur, fersk­an eldpip­ar og sítrus­börk. Sjá HÉR.

Töfra­sproti besti fé­lag­inn 
Bamix sprot­inn minn er líka græja sem ég gæti ekki verið án. Hvort sem maður er að mauka súp­ur og sós­ur, gera humm­us eða guaca­mole þá er hann besti fé­lag­inn. Að gera bernaise sós­una eða ai­oli með Bamix er leik­ur einn og svo ræður hann vel við frosna ávexti og klaka og svo er auðvelt að þrífa hann og ganga frá hon­um ofan í skúffu. Við erum búin að eiga okk­ar Bamix sprota í tæp 20 ár og hann er notaður nær dag­lega. Sjá HÉR.


Panna eru bestu kaup­in
Góð steypu­járn­spanna er líka ein bestu kaup sem hægt er að gera í tengsl­um við elda­mennsku. Hún hitn­ar vel, held­ur góðum hita og brún­ar bet­ur en nokk­ur önn­ur panna. Það er hægt að nota steypu­járn á all­ar gerðir eld­véla og í ofni og það bragðast allt bet­ur sem steikt er á járni. Sjá HÉR.

Heitt­elskaða safa­press­an
Síðast en ekki síst skal nefna græj­una sem ég sjálf nota mest í eld­hús­inu. Það er mín heitt­elskaða safa­pressa. Ég geri safa á hverj­um morgni, það er eldsneytið sem kem­ur mér í gang. Ég borða ekki mikið af ávöxt­um en ég geri saf­ann með grófa sigt­inu og fæ þannig fullt af trefj­um. Sjá HÉR.

Upp­skrift að upp­á­halds saf­an­um henn­ar Guðrún­ar 

Hér er það sem ég nota í saf­ann, mæli þetta ekk­ert ná­kvæm­lega en hlut­föll­in eru nokk­urn­veg­inn svona”.

  • 1 til 2 epli eft­ir stærð
  • Half rauðrófa eða ein lít­il
  • 1 app­el­sína
  • Þumal­stórt stykki engi­fer
  • Hálf­ur þum­all af gull­in­rót (tur­meric)
  • Allt sett í safa­pressu og hellt í glös.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert