Nýjar línur fyrir sumarið frá GUBI

Breiðar rendur einkenna sumarið hjá GUBI.
Breiðar rendur einkenna sumarið hjá GUBI. mbl.is/GUBI

Einn smekk­leg­asti hús­gagna­fram­leiðand­inn, GUBI, hef­ur sett lín­urn­ar fyr­ir sum­arið með glæsi­leg­um stól­um og borði. Og þrátt fyr­ir níst­ingskulda hér á landi, þá meg­um við al­veg láta okk­ur dreyma um heit­ari tíma með fleiri sam­veru­stund­um ut­an­dyra.

Strand­ar­lífs­stíll Miðjarðar­hafs­ins er hálf­gert þema hjá GUBI í ár – þar sem breiðar rend­ur í tex­tíl í sól­kysst­um lit­um eru áber­andi. Stóla­hönn­un frá ár­inu 1950 og kall­ast Trop­ique Col­lecti­on sést hér í suðrænni út­gáfu. Sæt­is­bak, sessa og boga­dregn­ir arm­ar eru bólstruð með Leslie Jacquard efni, sem er ein­göngu þróað fyr­ir GUBI. Stóla­grind­in er fá­an­leg í svörtu og hvítu stáli, og er í sama stíl og borðið sem kem­ur úr sömu vöru­línu – en þess má geta að hús­gögn­in eru veðurþolin yfir sum­ar­tím­ann. Hús­gögn­in frá GUBI fást í versl­un­inni Epal.

mbl.is/​GUBI
mbl.is/​GUBI
Borð og stólar í Tropique vörulínunni frá GUBI.
Borð og stól­ar í Trop­ique vöru­lín­unni frá GUBI. mbl.is/​GUBI
mbl.is/​GUBI
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert