Ostakakan sem allir ráða við

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Þessa osta­köku er ein­falt að út­búa. Ef þið mynduð frek­ar vilja skipta henni niður í nokk­ur glös þá mætti líka al­veg gera það. Hún er fersk og góð og var ekki lengi að klár­ast upp til agna svo það eru klár­lega góð meðmæli fyr­ir þessa upp­skrift. Höf­und­ur upp­skrift­ar er eng­in önn­ur en Berg­lind Hreiðars­dótt­ir á Gotteri.is og ef ein­hver kann réttu hand­tök­in í osta­köku­gerð þá er það hún.

Ostakakan sem allir ráða við

Vista Prenta

Ostakak­an sem all­ir ráða við

Botn

  • 14 stk. Oreo kex­kök­ur
  • 60 g brætt smjör

Fyll­ing

  • 400 ml rjómi frá Gott í mat­inn, þeytt­ur
  • 300 g rjóma­ost­ur til mat­ar­gerðar frá Gott í mat­inn
  • 80 g flór­syk­ur
  • 2 tsk. vanillu­drop­ar

Jarðarberjatopp­ur

  • 500 g jarðarber
  • 3 msk. jarðarberja­sulta

Botn

  1. Setjið kexið í mat­vinnslu­vél/​bland­ara og tætið niður í duft.
  2. Setjið kex­duftið í skál og blandið smjör­inu sam­an við.
  3. Pressið í botn­inn á eld­föstu móti eða fal­legri skál og kælið á meðan þið út­búið fyll­ing­una.

Fyll­ing

  1. Þeytið sam­an rjóma­ost, flór­syk­ur og vanillu­dropa í nokkr­ar mín­út­ur, skafið niður á milli.
  2. Blandið um 1/​3 af þeytta rjóm­an­um var­lega sam­an við með sleif og síðan rest­inni af hon­um.
  3. Hellið fyll­ing­unni yfir kex­botn­inn í mót­inu, jafnið úr blönd­unni og kælið í a.m.k. þrjár klukku­stund­ir áður en þið setjið jarðarberjatopp­inn yfir.

Jarðarberjatopp­ur

  1. Skerið jarðarber­in niður og setjið í skál.
  2. Blandið sult­unni var­lega sam­an við með sleif og veltið berj­un­um upp úr henni þar til þau eru orðin gljá­andi fal­leg.
  3. Hellið yfir osta­kök­una og geymið í kæli fram að notk­un.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka