Besta kaffihús Dana opnar loksins í höfuðborginni

La Cabra þykir hreint út sagt ómótstæðilegt kaffihús.
La Cabra þykir hreint út sagt ómótstæðilegt kaffihús. mbl.is/La Cabra

Kaffi­húsið La Ca­bra er sagt vera það allra besta í bæn­um og nú opna þeir á nýj­um stað - þótt fyrr hefði verið að mati margra.

La Ca­bra setti Aar­hus á kortið fyrst árið 2012 í lat­ín­hverf­inu þar í bæ, fyr­ir framúrsk­ar­andi góðan kaffi­sopa - og síðan þá hafa vin­sæld­irn­ar vaxið á ógna­hraða. Í dag finn­ur þú kaffi­húsið einnig í Ban­kok og stór­borg­inni New York, þar sem það var út­nefnt besta kaffi­húsið. En það er mik­ill heiður í borg þar sem rétt um 5000 aðrir kaffi­bar­ir kepp­ast um titil­inn.

Nýj­ustu frétt­irn­ar eru samt þær að La Ca­bra opn­ar loks­ins í höfuðborg Dana - svo koff­ínþyrst­ir Kaup­manna­hafn­ar­bú­ar fá nú sinn skammt af sop­an­um. Staður­inn mun vera staðsett­ur í herrafata­versl­un­inni Anot­her Asp­ect, sem opnaði nýja versl­un í byrj­un mánaðar­ins en kaffi­húsið opn­ar þann 1. apríl nk.

Áhuga­sam­ir kaffiunn­end­ur hér á landi, geta frá og með í apríl, fundið La Ca­bra á Møn­terga­de 3A, 1116 Kø­ben­havn K.

mbl.is/​La Ca­bra
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka