Sjúlluð nýjung frá Pappelinu

Sænskar hágæðamottur frá Pappelina.
Sænskar hágæðamottur frá Pappelina. mbl.is/Pappelina

Við fáum ekki nóg af fal­leg­ustu eld­hús­mottu lands­ins - sem var að lenda í nýj­um út­færsl­um.

Mott­urn­ar frá Papp­el­inu hafa áður ratað hér inn á mat­ar­vef­inn og finnst okk­ur það ber­in skylda að upp­færa lest­ur­inn er við sjá­um nýja liti og munst­ur sem þessi hér. Flam­ingobleik­ar, hör­litaðar, sinn­epsgul­ar eða beige litaðar - með rönd­um, dopp­ótt­ar eða kassamunst­ur, allt sem hug­ur­inn girn­ist er kem­ur að mottu­vali á heim­ilið.

Mott­urn­ar eru soðnar sam­an á end­un­um, sem ger­ir það að verk­um að þær rakna ekki upp og liggja mjög flat­ar á gólf­inu. Það besta við mott­urn­ar er að þær þola að standa ut­an­dyra yfir sum­ar­tím­ann og má snúa við og nota á báða vegu. Hægt er að skoða stærðir og sjá nán­ar um úr­valið á heimasíðu Kokku HÉR.

mbl.is/​Papp­el­ina
mbl.is/​Papp­el­ina
mbl.is/​Papp­el­ina
mbl.is/​Papp­el­ina
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert