Leynitrixið að baki hinu fullkomna lasagne

Löðrandi lasagne, gjörið svo vel!
Löðrandi lasagne, gjörið svo vel! mbl.is/María Gomez

Það er ekk­ert mál að búa til hið full­komna lasagne að mati danska kokks­ins Timm Vla­dimir en leynitrixið er sára­ein­falt.

Til að út­búa hið full­komna lasagne, er leynitrixið sára­ein­falt að mati danska kokks­ins Timm Vla­dimir.

Að söng Timm er leynitrixið fólgið í því að gæða sér á af­göng­um. Hljóm­ar galið en hann seg­ir að dag­inn eft­ir verði bragðið dýpra og betra. Lasagne sem hef­ur fengið að býða í kæli yfir nótt verður alltaf miklu bragðbetra en nýeldað lasagne. Trixið er að breiða vel yfir rétt­inn svo hann þorni ekki upp og hita hann svo ró­lega upp (ekki á of mikl­um hita) svo hann verði full­kom­inn.

Timm deil­ir jafn­framat upp­á­halds lasagne sós­unni sinni sem hann seg­ir vera stór­brotna og við trú­um hon­um al­veg.

Leynitrixið að baki hinu fullkomna lasagne

Vista Prenta

Besta tóm­atsós­an að mati Timm

  • 1 kg tóm­at­ar
  • 2 stk. chili
  • 2 stór hvít­lauksrif
  • 1 app­el­sína
  • Salt
  • Edik
  • Syk­ur

Aðferð:

  1. Skolið tóm­at­ana og flysjið app­el­sín­una.
  2. Leggið í fat og bakið í ofni í 3-4 tíma við 110-120 gráður.
  3. Takið út og blandið öllu sam­an á pönnu (bara saf­an­um úr app­el­sín­unni).
  4. Leyfið suðunni á sós­unni að koma upp og smakkið til með salti, ed­iki/​sítr­ónu og jafn­vel sykri eða hun­angi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert