Nýtt Bombuegg væntanlegt í verslanir

Þau tíðindi ber­ast úr her­búðum Freyju að nýtt páska­egg sé vænt­an­legt í versl­an­ir. Um er að ræða páska­egg sem unnið er úr hinum vin­sælu Bomb­um.

„Fyr­ir skömmu sett­um við aft­ur á markað í neyt­endapakkn­ing­um klass­ísku Freyju Bomburn­ar. Bomburn­ar eru með ljúf­fengri vanillu­fyll­ingu og hjúpaðar Freyju mjólk­ursúkkulaði. Við vor­um vongóð á viðtök­urn­ar, en okk­ur óraði ekki al­veg fyr­ir að þetta yrði svona vin­sæl vara,“ seg­ir Pét­ur Thor Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Freyju.

„Í fram­haldi ákváðum við að þróa nýtt Bombu-egg sem er komið í versl­an­ir. Vöruþró­un­in gekk vel og erum við ákaf­lega ánægð með nýj­ung­ina í ár. Viðtök­urn­ar hafa núna strax í byrj­un sömu­leiðis verið mjög góðar og við erum núna að end­ur­skoða hvort við get­um hrein­lega aukið við fram­leiðsluna fyr­ir páska því við vilj­um ekki að fólk grípi í tómt“

„Pásk­arn­ir eru bara einu sinni á ári. Það er upp­á­halds hátíð margra lands­manna og klár­lega upp­á­halds hátíðin okk­ar í Freyju,“ seg­ir Pét­ur. „Það er mikið handa­verk í kring­um ís­lensku páska­egg­in enda eru þau al­veg ein­stök. Lands­menn vilja í auknu mæli mjólk­ursúkkulaðiegg tengd­um nýj­um og rót­grón­um sæl­gætis­teg­und­um, svo sem Drauma­egg, Rísegg og Djúpu­egg,“ seg­ir Pét­ur og ljóst að sæl­gæt­is­fram­leiðend­ur eru að svara því kalli neyt­enda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert