Það sem þú átt að gera daglega í svefnherberginu

Við elskum að hafa hreint á rúmunum.
Við elskum að hafa hreint á rúmunum. mbl.is/Ellos

Það er gefiin staðreynd að við svitnum er við sofum - því er gott að venja sig á góðar svefnherbergis rútínur.

Þetta skulum við gera daglega

  • Hrisstið sængur og kodda aðeins til eftir nóttina - en best er að gera það utandyra ef veður og tími leyfir.
  • Strjúkið yfir lakið með hendinni.
  • Ekki búa um rúmið um morguninn, því dýnan er rök eftir nóttina og þarf tíma til að þorna. Leggið því sængurnar til fóta á meðan.
  • Best er að nota ekkert rúmteppi á rúmið.

Þetta skulum við gera aðra hverja viku

  • Skiptið á sængurverunum.
  • Viðrið sængur og kodda áður en þið setjið hreint á rúmið - það drepur rykmaurana.
  • Það má einnig leggja sængur og kodda á stól og láta standa við sólríkan glugga til að ‘þorna’.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka