Eftirrétturinn sem Linda Ben elskar

Ljósmynd/Linda Ben

„Góð brownie á alltaf vel við, sér­stak­lega extra góð, djúsí og svo­lítið klessu­leg sem er með stökk­um könt­um. Þessi brownie er ein­mitt þannig. Þétt, djúsí og klessu­leg þannig að hún held­ur vel lög­un á disk en bráðnar strax í munni,“ seg­ir Linda Ben um þessa dýrðlegu köku sem hún seg­ist oft bjóða upp á sem eft­ir­rétti eða í veisl­ur.

„Það sem ég elska mest við brownie, svona fyr­ir utan bragðið, er hversu svaka­lega ein­falt það er að smella í hana, við erum að tala um að það þarf ekki einu sinni að nota hræri­vél­ina, sem mér finnst alltaf plús. Þess vegna smelli ég mjög oft í brownie þegar ég er með veisl­ur eða mat­ar­boð. Þetta slær alltaf í gegn og ég þarf ekki að hafa neitt fyr­ir bakstr­in­um.“

„Það er mjög gott að skera brownie kök­una í minni bita þegar verið að bera hana fram í stand­andi veisl­um. Það er fal­legt að sigta smá flór­sykri yfir hana og skera jarðaber ofan á. Svo raðar maður bit­un­um á fal­leg­an bakka og veislu­gest­irn­ir geta náð sér í einn bita af brownie og þurfa ekki að hafa disk og gaffal. Í mat­ar­boðum er betra að skera kök­una í aðeins stærri sneiðar og jafn­vel bera hana fram með vanilluís.“

Eftirrétturinn sem Linda Ben elskar

Vista Prenta

Besta brownie kak­an

  • 180 g smjör
  • 300 g syk­ur
  • 200 g suðusúkkulaði
  • 150 g hveiti
  • 40 g kakó
  • 4 egg
  • 150 g barón súkkulaði

Aðferð:

  1. Kveikið á ofn­in­um og stillið á 175°C, und­ir og yfir hita.
  2. Setjið smjör og syk­ur í pott, hitið ró­lega svo smjörið bráðni. Haldið áfram að hita blönd­una og leyfið henni að malla var­lega í nokkr­ar mín­út­ur eða þar til syk­ur­korn­in eru aðeins far­in að minnka og bland­an orðin meira síróps­kennd. Takið af hit­an­um og leyfið blönd­unni að kólna svo­lítið.
  3. Setjið hveiti og kakó sam­an í skál.
  4. Hellið smjör og syk­ur­blönd­unni í skál, setjið suðusúkkulaðið ofan í skál­ina og hrærið þar til súkkulaðið hef­ur bráðnað sam­an við.
  5. Bætið eggj­un­um út í blönd­una og hrærið.
  6. Bætið hveiti og kakó út í og hrærið. Skerið barón súkkulaðið í bita og blandið sam­an við deigið.
  7. Setjið smjörpapp­ír í 25×25 cm stórt form og hellið deig­inu í formið. Bakið í u.þ.b. 30 mín eða þar til stökk himna hef­ur mynd­ast yfir kök­unni og end­arn­ir eru al­veg bakaðir í gegn.
  8. Leyfið kök­unni að kólna full­komn­lega áður en hún er skor­in.
Ljós­mynd/​Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert