Spaghetti með sveppum og spínati

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

„Ég fékk yfir mig mikið „krei­víng“ að út­búa ein­hvern góðan pasta­rétt. Ég elska pasta og rjóma­lagað skemm­ir alls ekki fyr­ir. Það þarf síðan alls ekki að vera kjöt til þess að pasta­rétt­ur komi vel út! Þessi var eins og á lúx­us veit­ingastað og all­ir elskuðu hann, sagði stelp­un­um bara ekk­ert frá hvít­vín­inu fyrr en eft­ir mat­inn því ann­ars hefðu þær ef­laust ekki borðað,“ seg­ir Berg­lind Hreiðars á Gotteri.is um þenn­an ljúf­fenga pasta­rétt. 

Spaghetti með sveppum og spínati

Vista Prenta

Spaghetti með svepp­um og spínati

Fyr­ir um 4 manns

  • 400 g Dececco spaghetti
  • 1 stk. skalott­lauk­ur
  • 3 rif­in hvít­lauksrif
  • 250 g svepp­ir (portobello + kast­an­íu í bland)
  • 50 g spínat
  • 100 ml Muga hvít­vín
  • 300 ml rjómi
  • 40 g par­mes­an ost­ur (rif­inn) + meira til að bera fram með
  • Smjör og ólífu­olía til steik­ing­ar
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk
  • Ristaðar furu­hnet­ur

Aðferð:

  1. Sjóðið spaghetti í vel söltu vatni sam­kvæmt leiðbein­ing­um á pakka á meðan annað er und­ir­búið.
  2. Saxið skalott­lauk­inn smátt og steikið upp úr smjöri og olíu við væg­an hita, aðeins til að mýkja hann. Saltið og piprið aðeins.
  3. Skerið á meðan svepp­ina í sneiðar og bætið þeim ásamt hvít­lauk á pönn­una. Hér þarf að bæta við smá meira smjöri og/​eða olíu og steikja þar til svepp­irn­ir mýkj­ast og saf­inn af þeim guf­ar upp af pönn­unni.
  4. Hellið þá hvít­vín­inu yfir sveppa­blönd­una og hækkið hit­ann vel, leyfið vín­inu að gufa upp og bætið þá smá smjöri/​olíu á pönn­una ásamt spínatinu.
  5. Um leið og spínatið mýk­ist og skrepp­ur sam­an má bæta rjóma og rifn­um par­mesanosti sam­an við og hræra þar til ost­ur­inn bráðnar.
  6. Kryddið til með salti og pip­ar og hrærið soðnu spaghetti sam­an við þegar það er til­búið.
  7. Toppið með smá pip­ar, rifn­um par­mesanosti og ristuðum furu­hnet­um.
Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
mbl.is

Matur »

Fleira áhugavert