Leynitrixið á bak við hreint sturtugler

mbl.is/Colourbox

Hér bjóðum við upp á bestu leiðina til að þrífa sturtuglerið og hvernig best sé að viðhalda gler­inu hreinu.

Svona þríf­ur þú sturtuglerið

  • Eimað hvítt edik
  • Vatn
  • Uppþvotta­lög­ur
  • Sprey­brúsa
  • Svamp
  • Örtrefja­klút
  1. Setjið jafnt af ed­iki og vatni í sprey­brúsa.
  2. Setjið 1 tsk. af uppþvotta­lögi sam­an við.
  3. Spreyjið blönd­unni á glerið og látið standa í 15 mín­út­ur.
  4. Notið örtrefja­klút til að nudda yfir, og þá jafn­vel með svamp­in­um séu blett­irn­ir erfiðir.
  5. Skolið og þurrkið glerið hreint.

Svona held­ur þú sturtugler­inu ávallt hreinu

  • Þurrkið alltaf vatnið á gler­inu eft­ir hverja sturtu­ferð.
  • Notið sturtu­hreinsi 1-2 í mánuði. Þess á milli má nota ed­ik­blönd­una eft­ir þörf­um.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert