Á þrjár hrærivélar en samt enga

Eva María er mikill matgæðingur, þá ekki bara í sætum …
Eva María er mikill matgæðingur, þá ekki bara í sætum kökum. Ljósmynd/Instagram

Hún bak­ar og skreyt­ir ótrú­leg­ustu lista­verk­in í köku­formi, sem eiga eng­an sinn lík­an. Eva María Hall­gríms­dótt­ir er kon­an á bak við Sæt­ar Synd­ir og deil­ir hér með okk­ur upp­á­halds áhöld­un­um sín­um í eld­hús­inu - en hún er mat­gæðing­ur mik­ill og er ekki síður góður kokk­ur. Eva María hef­ur í mörgu að snú­ast þessa dag­ana, því ferm­ing­ar­törn­in er í full­um gangi og fag­ur­lega skreytt­ar kök­ur raðast úr sæl­kera­hús­inu á færi­bandi. 

Á þrjár hræri­vél­ar, en samt enga
Hræri­vél­in mín - ég nota hana gríðarlega mikið, þá bæði þegar ég er að elda eða baka. Ég keypti mér mína fyrstu Kitchenaid hræri­vél fyr­ir 13 árum síðan þegar ég var í fæðing­ar­or­lofi en síðan þá er ég búin að versla mér tvær Kitchenaid vél­ar til viðbót­ar - þær hafa allaf endað upp í Sæt­um Synd­um. Það er búið að vera svo mikið að gera hjá okk­ur að það vant­ar alltaf hræri­vél­ar á ákveðnum tíma­punkti. Það eru því þrjár vél­ar komn­ar þangað frá mér - ein svört, ein dökk­bleik og ein ljós­bleik. Ég er því orðin hræri­véla­laus heima og þarf að fara gera úr­bæt­ur á því.


Mat­vinnslu­vél­in er ómiss­andi
Ég keypti mér Kitchenaid mat­vinnslu­vél fyr­ir hálfu ári síðan og vá, hvað þetta er mik­il snilld til að saxa niður lauk og allskyns græn­meti. Mæli svo sann­ar­lega með að eiga slíka græju.


Pott­ur­inn sem verður alltaf fyr­ir val­inu
Ég fékk í gjöf fal­leg­an sægræn­an Le Cr­eu­set pott frá tengda­móðir minni fyr­ir ein­hverj­um árum og ég elska hann. Hvort sem ég er að elda pasta, súp­ur, lambaskanka og fullt annað, þá er hann alltaf fyr­ir val­inu.


48.087 kaffi­boll­ar
Kaffi­vél­in mín - ég er mik­il kaffi­kona en ég elska kaffi­könn­una mína. Við hjón­in feng­um í brúðar­gjöf fyr­ir 15 árum dá­sam­lega Sa­eco kaffi­vél sem ger­ir svo gott kaffi, að ég veit ekki al­veg hvar ég væri án henn­ar. Þessi vél er búin að fram­leiða fyr­ir okk­ur 48.087 kaffi­bolla en hún var í smá­vægi­legu viðhaldi í morg­un og því veit ég það.

Góð panna er mik­il­væg
Ég elda mjög mikið og finnst gríðarlega mik­il­vægt að hafa góða pönnu við hönd­ina.

mlb.is/​Mynd aðsend
mlb.is/​Mynd aðsend
mlb.is/​Mynd aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert