Stal Snoop Dogg íslensku bankanafni?

Hann er goðsagna­kennd­ur rapp­ari, vífram­leiðandi og besti vin­ur Mörthu Stew­art - og nú send­ir Snoop Dogg frá sér kaffi.

Snoop hef­ur tekið hönd­um sam­an við kaffifram­leiðanda í Indó­nes­íu og send­ir frá sér nýtt vörumerki und­ir nafn­inu INDOxyz. Ólíkt öðrum kaffi vörumerkj­um, þá er þetta beint frá Indó­nes­íu og ræktað af bænd­um á eyj­un­um Sum­atra, Java, Bali og Sulawesi.

Snoop seg­ir í frétta­til­kynn­ingu að kaffi hafi fylgt hon­um lengi vel í hljóðupp­töku­ver­um, þar sem kaffi­boll­arn­ir voru ákveðið eldsneyti til að halda áfram. Pakkn­ing­arn­ar vekja einnig at­hygli og ef það er ein­hver sem á eft­ir að ná að selja kaffið, þá er það Snoop Dogg.

Það sem vek­ur hins veg­ar at­hygli er að nafnið er það sama og á ís­lenska bank­an­um Indó og leik­ur okk­ur for­vitni á að vita hvort báðir aðilar muni mögu­lega leiða sam­an hesta sína í markaðssetn­ingu enda þekkt­ir fyr­ir að fara óhefðbundn­ar leiðir. Það yrði að minnsta kosti skemmti­leg­asta sam­starf árs­ins.

Snoop Dogg hér með nýtt kaffi er kallst INDOxyz.
Snoop Dogg hér með nýtt kaffi er kallst INDOxyz. mbl.is/​INDOxyz
mbl.is/​INDOxyz
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert