Stal Snoop Dogg íslensku bankanafni?

Hann er goðsagnakenndur rappari, víframleiðandi og besti vinur Mörthu Stewart - og nú sendir Snoop Dogg frá sér kaffi.

Snoop hefur tekið höndum saman við kaffiframleiðanda í Indónesíu og sendir frá sér nýtt vörumerki undir nafninu INDOxyz. Ólíkt öðrum kaffi vörumerkjum, þá er þetta beint frá Indónesíu og ræktað af bændum á eyjunum Sumatra, Java, Bali og Sulawesi.

Snoop segir í fréttatilkynningu að kaffi hafi fylgt honum lengi vel í hljóðupptökuverum, þar sem kaffibollarnir voru ákveðið eldsneyti til að halda áfram. Pakkningarnar vekja einnig athygli og ef það er einhver sem á eftir að ná að selja kaffið, þá er það Snoop Dogg.

Það sem vekur hins vegar athygli er að nafnið er það sama og á íslenska bankanum Indó og leikur okkur forvitni á að vita hvort báðir aðilar muni mögulega leiða saman hesta sína í markaðssetningu enda þekktir fyrir að fara óhefðbundnar leiðir. Það yrði að minnsta kosti skemmtilegasta samstarf ársins.

Snoop Dogg hér með nýtt kaffi er kallst INDOxyz.
Snoop Dogg hér með nýtt kaffi er kallst INDOxyz. mbl.is/INDOxyz
mbl.is/INDOxyz
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka