Nýjasta TikTok-æðið er þeyttur brie ostur

Þeyttur brie ostur er nýjasta æðið á TikTok.
Þeyttur brie ostur er nýjasta æðið á TikTok. mbl.is/mbl.is/TikTok @justataste

Við höf­um áður séð þeytt­an feta­ost setja allt á hliðina á TikT­ok og nú er það þeytt­ur brie sem tek­ur við stýr­inu. Hér þarf jafn mikið magn af smjöri og af brie til að fá þessa mjúku áferð, en upp­skrift­in er afar ein­föld.

  • Ost­ur­inn og smjörið þarf að vera við stofu­hita áður en haf­ist er handa. Skerið efsta lagið af brie ost­in­um og setjið í mat­vinnslu­vél - hrærið ost­inn sam­an við smjörið þar til bland­an er orðin mjúk.
  • Berið fram með góðu kexi eða snakki.

Það eru þó ekki all­ir osta-unn­end­ur á sama máli um ágæti þess­ar­ar ídýfu, þar sem marg­ir vilja meina að efsta lagið á brie ost­in­um sé það sem ger­ir ost­inn og því al­gjör synd að það sé skorið frá. Á meðan aðrir elska þessa nýju út­færslu og háma hana í sig af bestu lyst.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert