Hollustu nammibitar sem hitta í mark

Ljósmynd/Linda Ben

„Þess­ir holl­ustu nammi­bit­ar eru al­veg ein­stak­lega bragðgóðir! Þeir eru mjúk­ir og klístraðir, sæt­ir og stökka dökka súkkulaðið utan um ger­ir þá al­gjör­lega ómót­stæðilega,“ seg­ir Linda Ben um þessa dýrðlegu nammi­bita.

„Þeir eru bún­ir til úr aðeins fimm inni­halds­efn­um og það er mega ein­falt að smella í þá. Maður set­ur döðlur, kasjúhnet­ur, kakó og tahini í bland­ara og mauk­ar sam­an. Svo press­ar maður maukið í form og fyrst­ir. Því næst bræðir maður dökkt suðusúkkulaði yfir og sker í bita. Bitarn­ir geym­ast vel inn í ís­skáp í lokuðu íláti.“

Hollustu nammibitar sem hitta í mark

Vista Prenta

Holl­ustu nammi­bit­ar

  • 250 g döðlur
  • 150 g kasjúhnet­ur
  • 150 g tahini
  • 20 g síríus sæl­kera­bakst­urs kakó­duft
  • U.þ.b 1 msk vatn (ef þarf)
  • 200 g 70% síríus suðusúkkulaði

Aðferð

  1. Setjið döðlur, kasjúhnet­ur, tahini og kakó í mat­vinnslu­vél, maukið.
  2. Pressið deigið í smjörpapp­írsklætt eld­fast­mót sem er 20×15 cm eða álíka stórt. Setjið í frysti í 1-2 klst.
  3. Bræðið helm­ing­inn af dökka súkkulaðinu yfir vatnsbaði, þegar það er bráðnað al­veg takið þá það upp úr vatnsbaðinu, brjótið rest­ina af súkkulaðinu ofan í brædda súkkulaðið og hrærið þar til allt hef­ur bráðnað sam­an.
  4. Hellið brædda súkkulaðinu yfir eld­fasta­mótið og látið súkkulaðið stirðna. Skerið í bita.
Ljós­mynd/​Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert