Svona endast handklæðin þín að eilífu

mbl.is/Colourbox

Við tök­um sterkt til orða er við segj­um ykk­ur hér frá aðferð sem fær hand­klæðin ykk­ar til að end­ast að ‘ei­líf­u’. Hér eru nokkr­ir punkt­ar hvernig best sé að meðhöndla hand­klæði - til að þau hald­ist mjúk og eru þægi­leg að þurrka sér með.

  • Þvoðu alltaf hand­klæði sam­an, þá án þess að bæta við öðrum tex­tíl eða þvotti - sér­stak­lega ekki neinu með renni­lás eða öðru sem get­ur dregið til í efn­inu.
  • Notið kalt vatn og lítið af þvotta­efni, þar sem erfitt get­ur reynst að þvo sáp­una úr. Eins get­ur of mik­il sápa haft áhrif á þurrk­inn í hand­klæðinu.
  • Sleppið mýk­ing­ar­efni, þar sem efnið fer ekki vel með þurrk-eig­in­leika tex­tíls­ins.
  • Hrisstið hand­klæðin aðeins til er þau koma úr þvotta­vél­inni og setjið á lág­an hita í þurrk­ar­an­um. Takið hand­klæðin strax úr þurrk­ar­an­um þegar hann hef­ur lokið sér af, því það fer illa með hand­klæðin ef þau verða skrafþurr eft­ir þurrk­ar­ann.
  • Ef þú heng­ir hand­klæði út á snúru, þá er ráð að setja þau aðeins í þurrk­ar­ann þegar þau eru við það að verða þurr - þá fá þau þessa mýkt sem við sækj­umst eft­ir.
  • Setjið aldrei hand­klæði rök inn í skáp, þá er hætta á að þau byrji að lykta eða mygli.
  • Leggið alltaf nýþvegnu hand­klæðin neðst í bunk­ann og gott ráð er að leggja lít­inn poka með lavand­er inn í skáp­inn sem gef­ur hand­klæðunum góðan ang­an.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert