Uppskriftin sem þjóðin á eftir að tryllast yfir

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Vér stemningsfólk þessa lands getum nú tekið smá tryllingsdans af gleði því þessi uppskrift er ein besta partý-kvöldverðar-kósí uppskrift sem sögur fara af.

Við erum að tala um flest allt sem við elskum á einum disk! Það er meistari Berglind Hreiðars á Gotteri.is sem á heiðurinn að þessari snilld eins og henni einni er lagið.

„Í Bandaríkjunum er mikið um „Loaded Fries“ og hafa nú margir íslenskir veitingastaðir tekið upp þessa hugmynd og bjóða upp á ýmis konar hlaðnar franskar sem er sannarlega fagnaðarefni. Það má hins vegar fagna því enn frekar að það er lítið mál að útbúa svona sjálfur heima líkt og hér er gert! Þetta er ofureinfalt, sérstaklega þegar hægt er að kaupa eldaðan kjúkling svo þetta er í raun bara að skera niður og raða saman og útkoman verður þessi frábæri réttur! Þessi hugmynd er með smá taco-mexíkósku ívafi og chipotle sósan setur punktinn yfir I-ið.“

„Loaded fries“

Fyrir um 4 manns

  • 1 poki Cavendish Restaurant style franskar
  • 100 g stökkt beikon
  • 1 x kjúklingabringa elduð
  • 3 msk. maísbaunir
  • Cheddar ostur
  • 100 g piccolo tómatar
  • 1 x avókadó
  • 1/3 rauðlaukur
  • 1 x jalapeno
  • Kóríander
  • Chipotle sósa (sjá uppskrift að neðan)
  1. Eldið beikon og kjúkling áður en þið hitið franskarnar (sniðugt að kaupa eldaða, tilbúna kjúklingabringu og skera niður), skerið beikonið einnig smátt, geymið.
  2. Setjið franskarnar í ofninn á 220°C í um 13-15 mínútur, gott að dreifa pokanum á tvær bökunarplötur. Eftir þann tíma má sameina þær á eina plötu og dreifa kjúkling, beikoni, maísbaunum og osti yfir og setja aftur í ofninn í um 5 mínútur.
  3. Þegar osturinn hefur bráðnað og kjúklingurinn hitnað eru franskarnar teknar út ofninum og toppaðar með niðurskornum tómötum, avókadó, rauðlauk, jalapeno og kóríander.
  4. Loks smá setja chipotle sósu yfir allt saman og hafa síðan restina í skál til þess að bæta við eftir hentugleika.

Chipotle sósa uppskrift

  • 80 g Hellmann‘s majónes
  • 80 g grísk jógúrt
  • 2 tsk. lime-safi
  • 2 tsk. reykt paprikuduft
  • 1 tsk. hvítlauksduft
  1. Pískið allt saman og skvettið yfir kartöflurnar þegar það á að bera þær fram, hafið restina með í skál fyrir þá sem vilja meiri sósu.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka