Uppskriftin sem þjóðin á eftir að tryllast yfir

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Vér stemn­ings­fólk þessa lands get­um nú tekið smá tryll­ings­dans af gleði því þessi upp­skrift er ein besta partý-kvöld­verðar-kósí upp­skrift sem sög­ur fara af.

Við erum að tala um flest allt sem við elsk­um á ein­um disk! Það er meist­ari Berg­lind Hreiðars á Gotteri.is sem á heiður­inn að þess­ari snilld eins og henni einni er lagið.

„Í Banda­ríkj­un­um er mikið um „Loa­ded Fries“ og hafa nú marg­ir ís­lensk­ir veit­ingastaðir tekið upp þessa hug­mynd og bjóða upp á ýmis kon­ar hlaðnar fransk­ar sem er sann­ar­lega fagnaðarefni. Það má hins veg­ar fagna því enn frek­ar að það er lítið mál að út­búa svona sjálf­ur heima líkt og hér er gert! Þetta er of­ur­ein­falt, sér­stak­lega þegar hægt er að kaupa eldaðan kjúk­ling svo þetta er í raun bara að skera niður og raða sam­an og út­kom­an verður þessi frá­bæri rétt­ur! Þessi hug­mynd er með smá taco-mexí­kósku ívafi og chipotle sós­an set­ur punkt­inn yfir I-ið.“

Uppskriftin sem þjóðin á eftir að tryllast yfir

Vista Prenta

„Loa­ded fries“

Fyr­ir um 4 manns

  • 1 poki Ca­vend­ish Restaurant style fransk­ar
  • 100 g stökkt bei­kon
  • 1 x kjúk­linga­bringa elduð
  • 3 msk. maís­baun­ir
  • Chedd­ar ost­ur
  • 100 g piccolo tóm­at­ar
  • 1 x avóka­dó
  • 1/​3 rauðlauk­ur
  • 1 x jalapeno
  • Kórí­and­er
  • Chipotle sósa (sjá upp­skrift að neðan)
  1. Eldið bei­kon og kjúk­ling áður en þið hitið fransk­arn­ar (sniðugt að kaupa eldaða, til­búna kjúk­linga­bringu og skera niður), skerið bei­konið einnig smátt, geymið.
  2. Setjið fransk­arn­ar í ofn­inn á 220°C í um 13-15 mín­út­ur, gott að dreifa pok­an­um á tvær bök­un­ar­plöt­ur. Eft­ir þann tíma má sam­eina þær á eina plötu og dreifa kjúk­ling, bei­koni, maís­baun­um og osti yfir og setja aft­ur í ofn­inn í um 5 mín­út­ur.
  3. Þegar ost­ur­inn hef­ur bráðnað og kjúk­ling­ur­inn hitnað eru fransk­arn­ar tekn­ar út ofn­in­um og toppaðar með niður­skorn­um tómöt­um, avóka­dó, rauðlauk, jalapeno og kórí­and­er.
  4. Loks smá setja chipotle sósu yfir allt sam­an og hafa síðan rest­ina í skál til þess að bæta við eft­ir hent­ug­leika.

Chipotle sósa upp­skrift

  • 80 g Hell­mann‘s maj­ónes
  • 80 g grísk jóg­úrt
  • 2 tsk. lime-safi
  • 2 tsk. reykt papriku­duft
  • 1 tsk. hvít­lauks­duft
  1. Pískið allt sam­an og skvettið yfir kart­öfl­urn­ar þegar það á að bera þær fram, hafið rest­ina með í skál fyr­ir þá sem vilja meiri sósu.
Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert