Þetta eldhús á heima í mathöll

Svona eldhús má víða finna í mathöllum, en ekki svo …
Svona eldhús má víða finna í mathöllum, en ekki svo oft inn á heimilum fólks. mbl.is/Edmund Dabney

Í stórskemmtilegri íbúð í Lundúnarborg, má finna eldhús sem minnir einna helst á stað í mathöll. Hér er stálið notað frá toppi til táar í bland við appelsínugulan lit sem sannarlega vekur athygli.

Það voru Holloway Li sem sáu um hönnunina hér, en eigendur nota íbúðina sem heimili og ljósmyndastudío. Eldhúsið er í opnu rými við borðstofu og stofu þar sem litavalið er djarft og alls ekki fyrir alla - en hentar þessari íbúð vel. Hamrað stálið, sem einkennir eldhúsinnréttinguna, gefur ákveðinn karakter og mýktin í veggjunum og í gólfefninu, skapa einstakar andstæður sem steinliggja. Hér er ekki notast við efri skápa, heldur bogadregnar hillur sem mynda einskonar öldu á veggnum - svo óhætt er að segja að eldhúsið flæði um rýmið, án þess að vera of ‘frekt’.

Heimild: Dezeen

Koníaksbrúnir stólar passa vel við kalt stálið.
Koníaksbrúnir stólar passa vel við kalt stálið. mbl.is/Edmund Dabney
mbl.is/Edmund Dabney
mbl.is/Edmund Dabney
Baðherbergið er í sama anda og restin af íbúðinni.
Baðherbergið er í sama anda og restin af íbúðinni. mbl.is/Edmund Dabney
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert