Gwyneth Paltrow gagnrýnd fyrir mataræðið

Gwyneth Paltrow var gagnrýnd fyrir mataræðið sitt nú á dögunum.
Gwyneth Paltrow var gagnrýnd fyrir mataræðið sitt nú á dögunum.

Hollywood leik­kon­an Gwyneth Paltrow var í hlaðvarps viðtali nú á dög­un­um þar sem hún talaði um mat­ar­ræði sitt - og hef­ur viðtalið vakið hörð viðbrögð víða um heim.

Það eru fáir sem hafa eitt­hvað út á Gwyneth að setja, þar til núna en hún ræddi mataræðið sitt við Dr. Cole þar sem hún seg­ist borða kvöld­mat snemma og fasti reglu­lega. Og alls ekk­ert út á það að setja! En Gwyneth byrj­ar dag­inn á kaffi­bolla og í há­deg­inu sýp­ur hún á beinaseyði sem hún gjarn­an tvinn­ar sam­an með klukku­tíma rútínu sem inni­held­ur þurr­burst­un á lík­amann og 30 mín­út­ur í inn­rauðri sánu. Á kvöld­in fylg­ir hún paleo mataræði þar sem hún borðar mikið af græn­meti og að lok­um seg­ir hún Dr. Cole að det­ox sé henni mik­il­vægt.

Áhuga­sam­ir í at­huga­semd­um hafa sann­ar­lega látið orðin falla og agn­ú­ast út í Palt­hrow fyr­ir að mæla með beina­soði. Aðrir vilja meina að mataræði henn­ar sé það snaut­legt að hún sé bók­staf­lega að fasta all­an dag­inn. Óaf­vit­andi náði því Palt­hrow að kveikja hressi­lega í fólki sem virðist sér­lega móðgað yfir þessu.

Okk­ur hér á mat­ar­vefn­um finnst þetta frek­ar fyndið þar sem Palt­hrow er holgerv­ing­ur þess að hugsa vel um lík­ama og sál og líði henni vel af því að drekka beinaseyði í há­deg­inu þá ætti hún svo sann­ar­lega að gera það áfram.

 


mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert