Hinn fullkomni mánudagsréttur

Ljósmynd/Linda Ben

Hér er á ferðinni hinn full­komni mánu­dags­rétt­ur. Ódýr, holl­ur og ein­stak­lega bragðgóður. Það er Linda Ben sem á heiður­inn af þess­ari upp­skrift sem við mæl­um heils­hug­ar með að þið prófið.

Hinn fullkomni mánudagsréttur

Vista Prenta

Linsu­bauna­rétt­ur með na­an­brauði 

  • 1 lauk­ur
  • 1 msk. smjör
  • 4 hvít­lauksrif
  • 2 cm engi­fer
  • 1½ tsk. paprikukrydd
  • 1 tsk. kummín
  • 1 tsk. túr­merik
  • ¼ tsk. cayenn­ep­ip­ar
  • 1 tsk. salt
  • ¼ tsk. svart­ur pip­ar
  • 300 g linsu­baun­ir
  • 2 dós­ir (800 g) niðursoðnir hakkaðir tóm­at­ar
  • 1 l vatn
  • 2 dós­ir (800 ml) kó­kos­mjólk
  • 2 kjúk­linga­ten­ing­ar (eða græn­metisten­ing­ar)
  • safi úr ½-1 límónu 
  • smá hreint jóg­úrt (má sleppa)

Na­an­brauð

  • 150 ml vatn
  • 2 tsk. þurr­ger
  • 2 tsk. syk­ur
  • 50 g smjör
  • 330 g gróft hveiti
  • ½ tsk salt
  • 50 ml (½ dl) hrein AB-mjólk 
  • 150 g rif­inn mozzar­ella (má sleppa)
  • garam masala
  • sjáv­ar­salt

Aðferð:

  1. Skerið lauk­inn smátt og steikið í stór­um potti upp úr smjöri, helst steypu­járn­spotti ef þið eigið hann til.
  2. Rífið hvít­lauk og engi­fer út í pott­inn og steikið.
  3. Bætið krydd­inu út á og blandið öllu sam­an.
  4. Hellið hökkuðum tómöt­um í pott­inn ásamt vatni og kó­kos­mjólk, bætið kjúk­lingakrafti út í og blandið öllu vel sam­an.
  5. Skolið linsu­baun­irn­ar vel í fínu sigti og bætið þeim svo út á pott­inn. Sjóðið sam­an í u.þ.b. 30 mín á væg­um hita eða þar til allt hef­ur sam­lag­ast, linsu­baun­irn­ar orðnar mjúk­ar og bland­an þykk og góð.
  6. Berið fram með jóg­úrt og lime.

Na­an­brauð aðferð:

  1. Blandið þurr­geri og sykri út í vatnið.
  2. Bræðið smjörið og leyfið því að kólna ör­lítið.
  3. Setjið hveiti í skál og blandið sam­an við það gerv­atni, salti, ab-mjólk og bræddu smjöri. Hnoðið deigið sam­an.
  4. Leyfið deig­inu að hef­ast í 30-60 mín.
  5. Skiptið deig­inu og rifna ost­in­um í sex hluta, ef þið viljið bæta við osti þá hnoðið þið rifna ost­in­um inn í hvern hluta af deigi og fletjið svo hlut­ana út.
  6. Kryddið deigið með garam masala og sjáv­ar­salti.
  7. Steikið deigið á pönnu upp úr 1 msk af smjöri á hvorri hlið.
  8. Berið brauðið fram heitt.
Ljós­mynd/​Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert