Múffurnar sem sonur Guðrúnar elskaði

Ljósmynd/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir

Það er eng­inn önn­ur en Guðrún Ýr á Döðlur & smjör sem á heiður­inn að þess­um dýrðleg­um múff­um sem við erum pínu að tryll­ast yfir.

„Stund­um kem­ur upp í huga mér eitt­hvað sem ég verð að prófa að gera, því ég er viss um að það sé stór­góð hug­mynd, ekki það að maður sé ein­hvern tím­ann að finna upp hjólið í þess­um geira en vissu­lega að koma með sitt að borðinu.

Þess­ar gul­rót­ar­múff­urs eru al­veg ein­stak­lega mjúk­ar, bragðgóðar og bara ein­fald­lega frá­bær­ar. Þær koma skemmti­lega á óvart þegar bitið er í þær þar sem kremið leyn­ist inn í. Son­ur minn sem er níu ára var yfir sig hrif­inn og setti þær í Topp 3 hjá sér en hann er ásamt öðrum í fjöl­skyld­unni orðinn vel sjóaður smakk­ari.

Ég sé svo fyr­ir mér að þær væru frá­bær­ar á öll bröns-borð, með kaff­inu og það sem ég sá stjörn­ur yfir er að það er frá­bært að frysta þær og taka eina með sér í nesti í vinn­una til að eiga með kaff­inu, hversu geggjað væri það! Er það kannski bara sæta­brauðskell­an í mér!“

Múffurnar sem sonur Guðrúnar elskaði

Vista Prenta

Gul­rót­ar­múff­ur – u.þ.b. 20 stk –

  • 100 g syk­ur
  • 50 g púður­syk­ur
  • 2 egg
  • 320 g hveiti
  • 1½ tsk. lyfti­duft
  • ½ tsk. mat­ar­sódi
  • 1 tsk. kanill
  • ½ tsk. engi­fer (má sleppa)
  • ½ tsk. salt
  • 180 ml vatn
  • 80 ml olía
  • 100 g gul­ræt­ur (u.þ.b. 3 stk.)

Stillið ofn á 200°c. Setjið syk­ur, púður­syk­ur og egg sam­an í skál og þeytið sam­an. Bætið þá þur­refn­un­um sam­an við og þeytið létt sam­an. Bætið þá vatni og olíu sam­an við og þeytið þangað til að deigið er sam­lagað. Hér er betra að þeyta frek­ar skem­ur en leng­ur. Rífið gul­ræt­urn­ar niður og blandið sam­an við með sleikju.

Rjóma­osta­fyll­ing

  • 200 g rjóma­ost­ur
  • 40 g flór­syk­ur
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar

Blandið öllu sam­an í skál og hrærið var­lega sam­an.

Str­eu­sel

  • 150 g hveiti
  • 100 g syk­ur
  • 100 g smjör, brætt
  • 1 tsk. kanill
  • ¼ tsk. salt

Blandið öll­um hrá­efn­um sam­an í skál og vinnið sam­an með hönd­un­um.

Sam­setn­ing

Sjá múffu­form hér fyr­ir neðan.

Setjið eina mat­skeið af deigi í botn­inn á hverju formi. Takið þá te­skeið af rjóma­osta­fyll­ingu og setjið í miðjuna á hverju formi. Takið þá aðra mat­skeið af deigi og setjið yfir fyll­ing­una. Gott er að miða við að fylla formin að tveim­ur þriðju.

Takið þá str­eu­sel og stráið yfir hverja köku fyr­ir sig, setjið vel af því á hverja köku. Setjið á bök­un­ar­plötu og inn í ofn í 10 mín­út­ur ef þið eruð með hefðbund­in múffu­form en 15 mín­út­ur ef þið eruð með stærri form.

Múffu­form

Takið bök­un­ar­papp­ír og klippið niður í u.þ.b. 10×10 cm fern­inga.

Takið glas sem botn­inn pass­ar ofan í múffu­form og hvolfið. Pressið papp­írn­um niður meðfram glas­inu og setjið í muff­ins­form svo þær haldi sér bet­ur í bakstr­in­um. Flókn­ara er það ekki.

Ljós­mynd/​Guðrún Ýr Eðvalds­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert