Segja Monu Lisu málaða með eggi

Mona Lisa er eitt þekktasta málverk heims.
Mona Lisa er eitt þekktasta málverk heims. mbl.is/Leonardo da Vinci/Wikipedia

Ný rann­sókn hef­ur leitt í ljós að all­ar lík­ur séu á því að lista­menn, hafi notað egg við að mála þekkt­ustu mál­verk heims á borð við Monu Lisu.

CNN greindi frá því nú á dög­un­um að í tíma­rit­inu Nature Comm­unicati­ons hafi birst rann­sókn sem sýndi að prótein­leif­ar hefðu greinst í mörg­um klass­ísk­um ol­íu­mál­verk­um. Áður var talið að snef­il­magn próteina væri af­leiðing meng­un­ar, en í ljós hef­ur komið að klass­ísk­ir mál­ar­ar frá 16., 17. og 18. öld - hafi notað óvenju­lega tækni við list­sköp­un sína, eins og eggj­ar­auðu í mjög litlu magni.

Lista­menn á borð við Rembrandt og Leon­ar­do da Vinci þykja lík­leg­ir til að hafa notað eggj­ar­auðu við að ýkja lit­ina í máln­ing­unni sjálfri. En talað er um að eggj­ar­auða hafi fyrst birst í mál­verk­um á sjö­undu öll í Mið-Asíu, áður en aðferðin dreifðist til Norður-Evr­ópu og Ítal­íu. Bein­ar vís­bend­ing­ar komu í ljós í rann­sókn­inni, þar sem notk­un eggj­ar­auða mátti finna t.d. í verk­inu ‘Madonna of the Cartati­on’ eft­ir Da Vinci. Og er talið að til­vist eggj­ar­auða hafi verið vilj­andi vegna þess að lista­menn voru meðvitaðir um já­kvæð áhrif þess á ol­íu­máln­ingu.

Frek­ari rann­sókn­ir munu vera gerðar eft­ir þess­ar niður­stöður að sögn tals­manna.

Verk eftir da Vinci - Madonna of the Carnation.
Verk eft­ir da Vinci - Madonna of the Carnati­on. Leon­ar­do da Vinci/​Wikipedia
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert