Barbie-kaffihús væntanlegt í sumar

Barbie kaffihús opnar í sumar í New York og Chicago.
Barbie kaffihús opnar í sumar í New York og Chicago. mbl.is/Bucket Listers

Heims­byggðin býr sig und­ir nýju Barbie-bíó­mynd­ina í sum­ar en bú­ist er við að sann­kallað Barbie-æði muni hel­taka heim­inn. Í aðdrag­anda frum­sýn­ing­ar­inn­ar verður ým­is­legt gert til að kynna mynd­ina og seðja hung­ur aðdá­enda og meðal þess eru pop-up kaffi­hús í New York og Chicago. Við erum ekki að tala hér um hefðbund­in kaffi­hús held­ur Barbie-kaffi­hús.

Það eru Bu­ket Listers sem standa hér á bak við þessa nýju upp­lif­un ásamt Mattel en þeir eru þekkt­ir fyr­ir pop-up af ýmsu tagi. The Mali­bu Barbie Cafe mun opna í New York og Chicago - og verða staðirn­ir eins bleik­ir og Barbie-leg­ir og hugs­ast get­ur.

Boðið verður upp á drykki og mat og er áhuga­söm­um bent á að tryggja sér sæti sem fyrst því kaffi­húsið verður ein­ung­is opið í nokkr­ar vik­ur og bú­ast má við að all­ir áhrifa­vald­ar ver­ald­ar verði mætt­ir á svæðið til að smella mynd af sér á kaffi­hús­un­um sem verða svaka­leg ef að lík­um læt­ur.

Barbie-kaffi­húsið opn­ar þann 17. maí í New York og nokkr­um vik­um seinna í Chicago. Fyr­ir aðdá­end­ur eða áhuga­sama, þá verður hægt að kaupa miða til að kom­ast inn, frá og með 19. apríl HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert