Einfaldasta páskamáltíðin

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Kalk­únn er vin­sæll veislu­mat­ur og hér gef­ur að líta upp­skrift sem er mögu­lega ein sú ein­fald­asta sem við höf­um rek­ist á. Kalk­úna­bring­urn­ar eru ein­stak­lega meir­ar og góðar og sós­an er síðan í al­gjör­um keppn­is­flokki. Það er eld­hús­gyðjan Berg­lind Hreiðars­dótt­ir á Gotteri.is sem á heiður­inn að þess­ari tíma­móta máltíð sem get­ur ekki klikkað. 

Einfaldasta páskamáltíðin

Vista Prenta

Sous Vide kalk­úna­bringa og meðlæti

Fyr­ir 4-5 manns

Ofn­bakað græn­meti

  • Um 800 g sæt­ar kart­öfl­ur
  • Um 500 g rósa­kál
  • Um 80 g pek­an­hnet­ur
  • Um 40 g þurrkuð trönu­ber
  • Salt, pip­ar, hvít­lauks­duft
  • Ólífu­olía
  • Hlyn­sýróp

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 190°C.
  2. Flysjið og skerið sætu kart­öfl­urn­ar í ten­inga.
  3. Snyrtið rósa­kálið og skerið til helm­inga.
  4. Veltið upp úr ólífu­olíu og kryddið eft­ir smekk.
  5. Bakið í um 30 mín­út­ur og veltið 1-2 x á meðan.
  6. Takið út, bætið pek­an­hnet­um og trönu­berj­um sam­an við og bakið áfram í um 5 mín­út­ur.
  7. Setjið á fat og setjið smá hlyn­sýróp yfir allt sam­an.
  8. Á meðan græn­metið er í ofn­in­um má út­búa sós­una og und­ir­búa kalk­úna­bring­una.

Sous Vide kalk­úna­bringa

  • 1 stk. Sous Vide kalk­úna­bringa frá Ali
  • Smjör til steik­ing­ar

Aðferð:

  1. Látið sjóðandi vatn renna í vaskinn og komið pok­an­um með kalk­úna­bring­unni þar fyr­ir og leyfið að liggja í um 15 mín­út­ur (til að hita hana aðeins).
  2. Takið bring­una næst úr plast­inu og bræðið væna klípu af smjöri á pönnu, steikið hana skamma stund á öll­um hliðum.
  3. Skerið í þunn­ar sneiðar um leið og hún er bor­in á borð.

Sveppasósa 

  • 250 g svepp­ir
  • 70 g smjör
  • 500 ml rjómi
  • 150 g rjóma­ost­ur með pip­ar
  • 1-2 tsk. Dijon sinn­ep (eft­ir smekk)
  • 1 msk. sveppakraft­ur (fljót­andi)
  • 1 msk. nauta- eða kalk­únakraft­ur (fljót­andi)
  • 1-2 tsk. rifs­berja­hlaup
  • Salt, pip­ar, hvít­lauks­duft
  • Sósulit­ur (ef vill)

Aðferð:

  1. Skerið svepp­ina í sneiðar og steikið upp úr smjöri, kryddið eft­ir smekk.
  2. Bætið rjóma og rjóma­osti í pott­inn og pískið sam­an þar til kekkjalaust.
  3. Leyfið sós­unni að malla á meðan græn­metið bak­ast og bætið krafti, sinn­epi, rifs­berja­hlaupi og sósulit sam­an við. Kryddið eft­ir smekk.



Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert