Fermingarveislan sprengdi alla skala

Okk­ar eft­ir­læt­is Eva María hjá Sæt­um synd­um, hélt ferm­ing­ar­veislu fyr­ir son­inn nú á dög­un­um þar sem veislu­borðið var ekki af verri end­an­um. Hún seg­ir dag­inn hafa verið full­kom­inn í alla staði en viður­kenni þó að það sé ákveðinn létt­ir að vera búin. „Ég vissi að það yrði strembið að ná að klára allt á tíma, því auðvitað var bæði brjáluð törn í vinn­unni hjá mér yfir allt ferm­ing­ar­tíma­bilið og yf­ir­leitt yf­ir­vinna alla daga”, seg­ir Eva María í sam­tali en þess má geta að Sæt­ar synd­ir voru að byrja með vör­ur í Krón­unni í Skeif­unni í vik­unni sem leið, svo það hef­ur verið í nógu að snú­ast sem aldrei fyrr - og nýt­ur Eva María þess að fá kær­komið páskafrí.

Hafði litl­ar skoðanir á veit­ing­un­um

„Son­ur­inn hafði litla sem enga skoðun á neinu tengdu veisl­unni, enda kannski minna um það þegar dreng­ir eru fermd­ir versus þegar stelp­ur ferm­ast. Ég var bara mjög ánægð að geta valið þær veit­ing­ar sem heilluðu mig og ég vissi yrðu vin­sæl­ar í mann­skap­inn”, seg­ir Eva María.

„Við vor­um með allskon­ar veit­ing­ar en ég vildi bæði hafa mat sem og kök­ur. Við héld­um veisl­una heima og vor­um með opið hús milli 15-19 til að reyna dreifa fjöld­an­um, en að sjálf­sögðu var eig­in­lega stút­fullt hús um fjög­ur­leytið, en það var allt í lagi. Við vor­um búin að skipu­leggja allt vel varðandi sæti, þannig að þrátt fyr­ir að vera með veisl­una heima vor­um við með sæti fyr­ir allt að 45 manns”, seg­ir Eva María.

Súp­an bor­in fram í litl­um boll­um

Eva María keypti veit­ing­ar frá Mat­ar­komp­aní, en hún kynnt­ist þeim á ferm­ing­ar­sýn­ingu í Garðheim­um sem hald­in var fyrr á ár­inu og ber þeim góðar sög­urn­ar. „Við vor­um með æðis­lega kó­kos karrý fiskisúpu og ít­alskt brauð ásamt smjöri og heima­gerðu pestói. Súp­una bar ég fram í kaffi­könnu þannig að fólk fékk sér súpu í litl­um boll­um og drakk úr þeim - það kom mjög skemmti­lega út. Eins tók­um við þrenns kon­ar spjót, ter­iyaki kjúk­linga­spjót með ter­iyaki dress­ingu, parma­skinku­spjót með kirsu­berjatómöt­um, mozzar­ella­osti og basiliku og tígris­rækju­spjót með mangó-chilli dress­ingu. Þetta var allt rosa­lega gott. Mat­ar­komp­aní keyrðu veit­ing­arn­ar heim og sóttu svo allt að veislu lok­inni - mjög góð þjón­usta”, seg­ir Eva María sem keypti einnig mini ham­borg­ara frá Duck & Rose og þykja af­bragðsgóðir.

mbl.is/​Mynd aðsend

Sæta hornið var drekk­hlaðið

Eva María er alls ekki óvön í eld­hús­inu og er mik­ill mat­gæðing­ur - en hún fékk ómælda aðstoð frá fjöl­skyld­unni við að út­búa heita brauðrétti, mini pítsur, osta­sal­at og hrein­dýra­boll­ur með hvít­laukssósu. Í sæta horn­inu mátti finna mini mar­engs með hvítsúkkulaðimous­se og fersk­um berj­um sem Eva María út­bjó í Sæt­um Synd­um. Eins Rice krispies kara­mellustaf og ferm­ing­ar­kök­una sem var súkkulaðikaka með salt­kara­mellu. Þar að auki var kleinu­hringjastand­ur, nammi­b­ar, sör­ur, fersk ber, makkrón­ur og kara­mellu­bit­ar.

Heiða er ómet­an­leg í veisl­ur

„Ég er svo hepp­in að Heida vin­kona sem er bæði ljós­mynd­ari og snill­ing­ur í að setja upp veislu­borð kom og aðstoðaði mig. Hún tók mynd­ir af ferm­ing­ar­barn­inu á fimmtu­dag og kom svo á laug­ar­dags­kvöldið heim og við vor­um í nokkra klukku­tíma að skreyta allt og setja upp fyr­ir stóra dag­inn. Hún aðstoðar mig við flesta viðburði sem ég er með hvort sem það er sýn­ing fyr­ir Sæt­ar Synd­ir, fer­tugsaf­mælið mitt eða ferm­ing­in hjá syn­in­um. Hún á svo mikið af fal­legu dóti til að gera þenn­an ‘WOW’-fa­ktor á veislu­borðið. Það má með sanni segja að hann hafi verið til staðar í ferm­ing­unni. Mæli með henni ef ykk­ur vant­ar aðstoð í veisl­una, HÉR.

Að lok­um seg­ir Eva María okk­ur að Friðrik Dór hafi mætt sem óvænt­ur leynigest­ur í veisl­una og sungið nokk­ur lög við góðar und­ir­tekt­ir.

mbl.is/​Mynd aðsend
mbl.is/​Mynd aðsend
mbl.is/​Mynd aðsend
mbl.is/​Mynd aðsend
mbl.is/​Mynd aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert