Fermingarveislan sem verður aldrei toppuð!

Sá fyr­ir­vari skal sett­ur við þessa um­fjöll­un um ferm­ing­ar­veislu Berg­lind­ar Hreiðardótt­ur að hún er bæði mat­ar­blogg­ari og ljós­mynd­ari og því get­um við venju­lega fólkið slakað á sam­an­b­urðinum því það er bók­staf­lega henn­ar hlut­verk í líf­inu og gefa okk­ur hinum hug­mynd­ir að því hvernig henda skuli í eina fyr­ir­mynd­ar­veislu. 

Berg­lindi þarf ekki að kynna enda mar­grómaður veislu­hald­ari og hef­ur gerst svo fræg að skrifa heila bók um veislu­höld. Það þarf því ekki að undra að ferm­ing­ar­veisl­an sem hún hélt á dög­un­um fyr­ir dótt­ur sína, El­ínu Heiðu, hafi verið flott­ari en flest það sem við höf­um hingað til séð. 

Hér voru heima­gerðar veit­ing­ar í bland við aðkeypt­ar og öllu stillt upp á eins lekk­er­an hátt og hugs­ast get­ur. Und­ir­rituð hef­ur dáðst að verk­um henn­ar í mörg ár og meðal ann­ars farið á köku­nám­skeið hjá henni og leigt af henni kökust­anda fyr­ir veisl­ur. Það er reynd­ar stór­hættu­legt að fara á nám­skeið hjá henni því síðan ég fór hef ég verið óþarf­lega vin­sæll veislu­bak­ari hjá vin­um og ætt­ingj­um og eig­in­lega búin að koma mér í vand­ræði. En það er önn­ur saga!

Berg­lind bakaði hér bæði hefðbundna kran­sa­köku og svo Rice Krispies-kran­sa­köku sem eru óhemju vin­sæl­ar um þess­ar mund­ir. Ferm­ing­ar­barnið bakaði svo þriggja hæða kök­una með engri aðstoð móður sinn­ar en þær mæðgur gáfu sam­an út bók­ina Börn­in baka fyr­ir síðustu jól. Það skyldi því eng­an undra að þessi veisla hafi sprengt alla skala. Fyr­ir þá sem vilja fá ná­kvæm­ari upp­lýs­ing­ar um veisl­una er hægt að fara inn á mat­ar­blogg Berg­lind­ar: gotteri.is.

Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert