Samlokan sem Hanna elskar

Ljósmynd/Hanna

„Eft­ir að hafa prófað ýms­ar teg­und­ir af há­deg­is­skyndi­bita er ein sam­loka sem stend­ur upp úr,“ seg­ir mat­ar­blogg­ar­inn og kera­mik­drottn­ing­in Hanna sem blogg­ar inn á hanna.is „Hún heit­ir Dísa Skvísa (frá Hjá Höllu). Vand­inn er bara sá að hún fæst ekki á mörg­um stöðum og þá er bara eitt ráð í stöðunni og það er að búa til sín­ar eig­in með áhrif­um frá Dísu skvísu. Þessa sam­loku hef ég búið til á morgn­ana og er hún al­veg frá­bært há­deg­is­nesti.“

„Til þess að fá ekki leið breyti ég stund­um álegg­inu en það er minnsta málið að aðlaga sam­loku­gerðina því sem hverj­um og ein­um finnst best. Mér finnst best að skera allt þunnt. Prima pestó ger­ir heil­mikið fyr­ir sam­lok­una og fær­ir hana á nýtt þrep – mæli klár­lega með að taka eina svona með í nesti – hún fyll­ir mag­ann vel og lengi.“

Ljós­mynd/​Hanna

Samlokan sem Hanna elskar

Vista Prenta

Sam­loku­gerð … færð á annað þrep

  • Heim­il­is­brauð eða annað sam­bæri­legt
  • Prima pestó
  • Sneiðar af rauðri papriku – skorn­ar þunnt
  • Sal­at­blöð eins og íssal­at
  • Parma­skinka (eða annað kjötálegg)
  • Sneiðar af tóm­at – skorið þunnt
  • Hug­mynd­ir: avóka­dó, gúrka, sneið af kjúk­lingi (upp­lagt að nota af­ganga) og sneiðar af soðnu eggi

Aðferð:

  1. Sam­lok­ur ristaðar – það má gera með því að setja þær í brauðrist­ina eða hita þær ein­ar og sér á pönnu eða í sam­lokugrill­inu.
  2. Pestó­inu smurt á báðar hliðar.
  3. Sneiðar af græn­meti og parma­skinku sett ofan á og sam­loku lokað.
  4. Sam­lok­an skor­in í tvennt og pakkað inn í bök­un­ar­papp­ír.

Hug­mynd fyr­ir veisl­una:

Hægt er að skera hringi (ca 4 stk) úr hverju brauði (sem búið er að rista) og út­búa litl­ar sam­lok­ur – sjá mynd fyr­ir neðan. Það er allt í góðu að búa litlu sam­lok­urn­ar til aðeins áður – þær þola al­veg að standa aðeins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert