Meðlætið sem toppar flest

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Hér erum við með dýr­ind­is Veislu­fugl en það er heitið á kjúk­lingi sem er extra stór og glæsi­leg­ur. Slík­ur fugl klikk­ar aldrei á mat­ar­borðinu - hvort sem er hvers­dags eða spari en með hon­um er boðið upp á meðlæti af betri gerðinni.

Við erum að tala um eina þá svaka­leg­ustu kart­öflumús sem sög­ur fara af og sveppasósu sem sögð er yf­irliðsvald­andi.

Það er meist­ari Berg­lind Hreiðars á Gotteri.is sem á heiður­inn að þess­ari snilld og hafi hún þakk­ir fyr­ir!

Meðlætið sem toppar flest

Vista Prenta

Veislu­fugl með kart­öflumús

Fyr­ir 4-6 manns

Veislu­fugl

  • 1 x veislu­fugl frá Mat­fugli (um 2,5 kg)
  • Gott kjúk­lingakrydd að eig­in vali
  • 1 hvít­lauk­ur

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 200°C.
  2. Þerrið kjúk­ling­inn og takið fyll­ing­una úr hon­um. Klippið gat á end­ann á henni og sprautið henni aft­ur inn í kjúk­ling­inn án plasts­ins.
  3. Kryddið fugl­inn vel með góðu kjúk­lingakryddi og setjið í ofnskúffu/​eld­fast mót.
  4. Skerið hvít­lauk­inn í tvennt (þvert) og leggið í fatið.
  5. Eldið við 200° í 20 mín­út­ur, lækkið hit­ann í 150° og eldið áfram í um 80 mín­út­ur eða þar til kjarn­hiti nær 72°.
  6. Hvílið kjúk­ling­inn í um 15 mín­út­ur áður en þið skerið í hann.
  7. Á meðan fugl­inn eld­ast má út­búa kart­öflumús, sósu og sal­at.

Kart­öflumús upp­skrift

  • Um 1 kg bök­un­ar­kart­öfl­ur (4-5 stk.)
  • 20 g smjör
  • 40 g rif­inn Grett­ir (ost­ur)
  • 150 ml nýmjólk
  • 1 tsk. salt
  • ¼ tsk. pip­ar

Aðferð:

  1. Flysjið kart­öfl­urn­ar og skerið í litla ten­inga, sjóðið þar til þeir eru mjúk­ir í gegn.
  2. Setjið í hræri­vél­ina (eða stappið með kart­öflustapp­ara), bætið smjöri og osti sam­an við og síðan mjólk og krydd­um.

Sveppasósa upp­skrift

  • 50 g smjör
  • 200 g kast­an­íu­svepp­ir
  • 2 hvít­lauksrif (rif­in)
  • 1 x pip­arost­ur (rif­inn)
  • 500 ml rjómi
  • 2 msk. nautakraft­ur
  • Salt eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Steikið svepp­ina við meðal­hita þar til þeir verða mjúk­ir og ilma vel.
  2. Bætið hvít­laukn­um sam­an við og kryddið eft­ir smekk.
  3. Hellið næst rjóma og pip­arosti yfir allt og hrærið þar til ost­ur­inn er bráðinn.
  4. Leyfið að malla á meðan kjúk­ling­ur­inn eld­ast.

Sal­at

  • 1 poki veislu­sal­at
  • 1 x mangó
  • 4-6 jarðarber
  • Feta­ost­ur eft­ir smekk
  • Sal­at­blanda (fræ) um ½ poki

Aðferð:

  1. Skerið mangó og jarðarber niður og blandið öllu sam­an.
Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert