Íslendingur dæmir í stærstu romm keppni heims

Hákon Freyr er sannkallaður romm-kóngur!
Hákon Freyr er sannkallaður romm-kóngur! mbl.is/Hovdenak

World Rum Awards er heimsins stærsta keppni sem sérhæfir sig í rommi en mörg hundruð þáttakendur úr öllum hornum heimsins taka þátt. Það er ánægjulegt að segja frá því að Hákon Freyr Hovdenak mun vera gestadómari í ár en þetta ku vera í fyrsta sinn sem Íslendingur dæmir í svona stórri keppni.

Hákon Freyr er maðurinn á bak við Hovdenak Distillery, og mun mæta til keppni með rommið Hvítserk. Keppnin fer fram í The Caledonian Club, sem er merkileg bygging í sögu Englands og þar gilda strangar reglur um klæðaburð, að sögn Hákonar er við náðum tali af honum.

Við spurðum Hákon hvernig kom það til að honum var boðið að vera dómari í svona virtri og stórri keppni. „Við höfum unnið svo mörg verðlaun frá þessari keppni, þess vegna fæ ég boð um að vera gestadómari hjá þeim (World Gin Awards árið 2021, World Vodka Awards 2022, World Liqueur Awards 2022). Og vonandi vinnum við gull í World Rum Awards núna 2023 - en við fáum að sjálfsögðu ekki að dæma í sömu flokkkum og rommið okkar er skráð í.

Þriðja útgáfan væntanleg af Hvítserk
„Rommið okkar Hvítserkur kom fyrst á markað 2021, þá sem ljóst romm. Síðan þá höfum verið verið að þróa kryddað romm, sem er fáanlegt á hinum ýmsu veitingahúsum og fer að detta í hillur fríhafnarinnar. Seinna á þessu ári ætlum við svo að koma með þriðju útgáfu Hvítserks, en það romm hefur legið í þrjú ár í 50 ára gömlum Olorosso Sherry tunnum - þetta romm er algjört sælgæti og er drukkið eins og gott viskí. Grunnurinn í Hvítserk er gerjaður fyrir okkur í Jamaica, en við eimum rommið hérna heima - þetta er alvöru romm með alvöru bragði,” segir Hákon Freyr að lokum.

Við óskum Hákoni og félögum góðs gengis í keppninni sem fer fram þann 19. apríl nk.

mbl.is/Hovdenak
mbl.is/Hovdenak
mbl.is/Hovdenak
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert