Íslendingur dæmir í stærstu romm keppni heims

Hákon Freyr er sannkallaður romm-kóngur!
Hákon Freyr er sannkallaður romm-kóngur! mbl.is/Hovdenak

World Rum Aw­ards er heims­ins stærsta keppni sem sér­hæf­ir sig í rommi en mörg hundruð þát­tak­end­ur úr öll­um horn­um heims­ins taka þátt. Það er ánægju­legt að segja frá því að Há­kon Freyr Hovd­enak mun vera gesta­dóm­ari í ár en þetta ku vera í fyrsta sinn sem Íslend­ing­ur dæm­ir í svona stórri keppni.

Há­kon Freyr er maður­inn á bak við Hovd­enak Distillery, og mun mæta til keppni með rommið Hvítserk. Keppn­in fer fram í The Ca­ledoni­an Club, sem er merki­leg bygg­ing í sögu Eng­lands og þar gilda strang­ar regl­ur um klæðaburð, að sögn Há­kon­ar er við náðum tali af hon­um.

Við spurðum Há­kon hvernig kom það til að hon­um var boðið að vera dóm­ari í svona virtri og stórri keppni. „Við höf­um unnið svo mörg verðlaun frá þess­ari keppni, þess vegna fæ ég boð um að vera gesta­dóm­ari hjá þeim (World Gin Aw­ards árið 2021, World Vod­ka Aw­ards 2022, World Liqu­e­ur Aw­ards 2022). Og von­andi vinn­um við gull í World Rum Aw­ards núna 2023 - en við fáum að sjálf­sögðu ekki að dæma í sömu flokkk­um og rommið okk­ar er skráð í.

Þriðja út­gáf­an vænt­an­leg af Hvítserk
„Rommið okk­ar Hvítserk­ur kom fyrst á markað 2021, þá sem ljóst romm. Síðan þá höf­um verið verið að þróa kryddað romm, sem er fá­an­legt á hinum ýmsu veit­inga­hús­um og fer að detta í hill­ur frí­hafn­ar­inn­ar. Seinna á þessu ári ætl­um við svo að koma með þriðju út­gáfu Hvítserks, en það romm hef­ur legið í þrjú ár í 50 ára göml­um Ol­orosso Sherry tunn­um - þetta romm er al­gjört sæl­gæti og er drukkið eins og gott viskí. Grunn­ur­inn í Hvítserk er gerjaður fyr­ir okk­ur í Jamaica, en við eim­um rommið hérna heima - þetta er al­vöru romm með al­vöru bragði,” seg­ir Há­kon Freyr að lok­um.

Við ósk­um Há­koni og fé­lög­um góðs geng­is í keppn­inni sem fer fram þann 19. apríl nk.

mbl.is/​Hovd­enak
mbl.is/​Hovd­enak
mbl.is/​Hovd­enak
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert