Hildur breytti gömlum ísskáp á ótrúlegan hátt

Hildur Gunnlaugsdóttir arkitekt.
Hildur Gunnlaugsdóttir arkitekt. mbl.is/Facebook

Það eru fáir sem standa Hildi jafn­fæt­is er kem­ur að því að vera úrræðagóð og hug­mynda­rík - en hér klæðir hún gaml­an ís­skáp í glimmer­bún­ing, og út­kom­an er engu lík.

Hild­ur Gunn­laugs­dótt­ir er arki­tekt og hef­ur sann­ar­lega áður ratað inn á mat­ar­vef­inn með sniðugu­ar hug­mynd­ir fyr­ir heim­ilið. Við heyrðum í Hildi sem sagði okk­ur aðeins nán­ar frá nýj­asta verk­efn­inu sínu, en hún deildi ferl­inu á In­sta­gram síðu sinni í vik­unni.

Eld­húsið er 70 ára gam­alt
Syst­ir Hild­ar var að festa kaup á íbúð í Hlíðunum og hef­ur Hild­ur og fjöl­skyld­an verið að hjálpa henni að koma íbúðinni í stand. „Eld­húsið í íbúðinni er yfir 70 ára gam­alt, en syst­ir mín ákvað að halda því öf­ugt við það sem ör­ugg­lega marg­ir myndu gera. Inn­rétt­ing­ar frá þess­um tíma eru gerðar úr gegn­heil­um við sem hægt er að pússa og það get­ur verið svo gam­an að gera þær upp ef þær eru heil­ar. Ég get klár­lega mælt með því að fólk skoði þann mögu­leika í stað þess að rífa strax út göm­ul eld­hús,” seg­ir Hild­ur í sam­tali.

Ísskáp­ur­inn er keypt­ur á Bland en hann reynd­ist mun beyglaðari þegar hann kom á staðinn en sást á mynd­un­um svo eitt­hvað varð að gera. „Við syst­urn­ar vor­um í Bauhaus og sáum þessa glimmer filmu og hún heillaði okk­ur strax. Þá datt mér í hug að filma ís­skáp­inn! Við hefðum ör­ugg­lega aldrei tímt því að filma glæ­nýj­an ís­skáp þannig að þessi gamli ís­skáp­ur með sín­um beygl­um var í raun himna­send­ing. Gulnaða plastið á hon­um var síðan pússað, grunnað með hefti­grunni og lakkað í sama lit og eld­hús­inn­rétt­ing­in,” seg­ir Hild­ur.

Er þetta flókið verk að filma ís­skáp?
„Þetta er í raun ekki flókið, en krefst mik­ill­ar ein­beit­ing­ar og þol­in­mæði. Við tók­um filmuna af neðri hlut­an­um og sett­um hana á aft­ur. Í seinna skiptið sett­um við vatn með sápu á ís­skáp­inn áður en við filmuðum og það var mun auðveld­ara. Við end­um síðan á að nota rest­ina í að filma líka uppþvotta­vél­ina - og nú erum við bara að leita að öðru sem hægt er að filma. Okk­ur líður smá eins og við séum með okk­ar eig­in Extreme Makeo­ver Home Ed­iti­on þátt á in­sta­grammn­inu mínu og reyn­um að hafa gam­an af,” seg­ir Hild­ur að lok­um.

Hér fyr­ir neðan má sjá nán­ar hvernig þær syst­ur mastera þetta verk­efni og gera það vel.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka