Hvernig krydd er best að velja?

Notar þú heil piparkorn eða mulin í matargerð?
Notar þú heil piparkorn eða mulin í matargerð? mbl.is/Colourbox

Flest okk­ar kaup­um mul­in krydd í stauk­um, sem er afar hent­ugt og ódýrt ef því er að skipta. En hver ætli sé mun­ur­inn á því að nota mulið krydd eða fersk­ari kryd­d­jurtir? Svarið ligg­ur hér fyr­ir neðan.

Mul­in krydd í stauk­um eru þægi­leg að eiga inni í krydd­skáp, en eru ekki endi­lega besti kost­ur­inn ef þú sæk­ist eft­ir miklu bragði í mat­ar­gerðina. Rétt eins og kaffi, þá bragðast það bet­ur nýmalað. Því um leið og þú mal­ar krydd­in þín, þá losn­ar um mikið af ol­í­um og ilmi - og því lengra sem líður á, þá missa þau bragðið. Það er ekki þar með sagt að við ætt­um alltaf að nota fersk­ar eða ómalaðar kryd­d­jurtir, eða heil pip­ar­korn - því við get­um notað það besta af báðum heim­um. Þurrkrydd­in í hvers­dags­mat­inn og betri gerðina er við vilj­um gera vel við okk­ur um helg­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert