SS með nýja snakkpylsu á markað

Ljósmyndir/Aðsendar

Kom­in er í versl­an­ir ný pylsa frá SS – svo­kölluð snakkpylsa – sem kall­ast Lukku­biti. Um er að ræða þurr­verkaða snakkpylsu með chili sem hent­ar frá­bær­lega í nestið, úti­vist­ina eða með kaldri öl­krús, að því að fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu.

Bitarn­ir eru pró­tín­rík­ir og inni­halda 24 grömm af pró­tíni í 100 grömm­um og ein­ung­is 0,17 grömm af kol­vetni sem ger­ir þá ein­stak­lega ketóvæna.

„Við hjá SS erum mjög spennt fyr­ir Lukku­bit­an­um en hann hef­ur verið í vöruþróun hjá okk­ur í um eitt ár. Við erum á þessu tíma­bili búin að smakka marg­ar út­gáf­ur og fínstilla vör­una. Við höf­um bæði gert blind­próf­an­ir inn­an- og ut­an­húss. Í óháðri blinds­próf­un þá völdu níu af hverj­um tíu Lukku­bit­ann frek­ar en aðrar sam­bæri­leg­ar vör­ur á markaði,“ seg­ir Hafþór Úlfar­son, deild­ar­stjóri markaðsdeild­ar hjá SS.

Var­an fæst í Bón­us og hef­ur fengið mjög góðar viðtök­ur að því að fram kem­ur í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert