Komin er í verslanir ný pylsa frá SS – svokölluð snakkpylsa – sem kallast Lukkubiti. Um er að ræða þurrverkaða snakkpylsu með chili sem hentar frábærlega í nestið, útivistina eða með kaldri ölkrús, að því að fram kemur í fréttatilkynningu.
Bitarnir eru prótínríkir og innihalda 24 grömm af prótíni í 100 grömmum og einungis 0,17 grömm af kolvetni sem gerir þá einstaklega ketóvæna.
„Við hjá SS erum mjög spennt fyrir Lukkubitanum en hann hefur verið í vöruþróun hjá okkur í um eitt ár. Við erum á þessu tímabili búin að smakka margar útgáfur og fínstilla vöruna. Við höfum bæði gert blindprófanir innan- og utanhúss. Í óháðri blindsprófun þá völdu níu af hverjum tíu Lukkubitann frekar en aðrar sambærilegar vörur á markaði,“ segir Hafþór Úlfarson, deildarstjóri markaðsdeildar hjá SS.
Varan fæst í Bónus og hefur fengið mjög góðar viðtökur að því að fram kemur í tilkynningunni.